Blind sýn á raunveruleikann.

Íhaldsmenn fara hamförum þessa dagana við að reyna að sverta allt og allar gjörðir núverandi ríkisstjórnarflokka og saka þá aðeins um að vilja hækka skatta og lækka laun. Aðrar ráðstafanir séu ekki upp á borðinu. Það má vel vera að það þurfi að hækka skatta en er þá ekki verið að tala um að skattleggja þá sem hafa mest í dag og gætu alveg séð af sínum launum í sameiginlega sjóði landsmanna. Vissulega er það ömurleg staðreynd að það þurfi að grípa til óyndisúrræða eins og að hækka skatta og lækka laun. En umfram allt er atvinnuleysi og neyð heimila og fyrirtækja mesta ógnin.

Það er deginum ljósara að í komandi kosningum ætlar fólk að velja breytingar og umfram allt að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Nógur er skaði þeirra á íslensku þjóðlífi eins og dæmin sanna. Gjörspilltur valdagræðgiflokkur sem hefur aldrei haft áhuga á velferð venjulegs fólks í landinu.

Það gekk kannski ágætlega fyrir flokkinn að fóta sig á meðan að gengið var í digra mútusjóði tilbúinna auðhringja sem slógu um sig með endalausu erlendu lánsfé.

Sjálfstæðisflokkurinn mun sennilega fá innan við 30% fylgi en neðar en 25% fer hann varla.

Það er alltaf harður kjarni sem mun kjósa flokkinn sama hvað á dynur.

Það er blind sýn á raunveruleikann sem flokkurinn þeirra átti þátt í að skapa.

 


mbl.is Flestir treysta núverandi stjórnarflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Sannar bara það sem Bibba á Brávallagötuni sagði "Þeir sletta skyrinu sem búa í glerhúsum".  Hún vissi sko alveg hvað hún söng kellingin

Róbert Tómasson, 16.4.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Vonandi fer hann niður fyrir 25%, annað væri skandall!

Bragi Einarsson, 17.4.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband