Eru þetta skuldir þjóðarinnar?

Þjóðaratkvæðagreiðsla myndi ekki breyta neinu núna nema sundra Þjóðinni. Því miður.

 Á meðan tapast dýrmætur tími sem ætti að nota til að koma böndum á þessa fjármálafanta sem hafa komið okkur í þessi mál. Við stöndum frammi fyrir tveimur virkilega slæmum kostum í þessu Icesave máli. Að borga ekki og fá yfir okkur fordæmingu og hugsanlega hunsun alþjóðasamfélagsins. Hitt er að ganga að þessu nota eignir Landsbankans upp í skuldirnar og reyna svo að semja um eftirstöðvarnar á einhverjum vitrænum nótum við Breta og Hollendinga.

Svo fá fyrri eigendur, stjórnendur og hugmyndafræðingar þessa Icesave svikamyllu ásamt ráðamönnum þjóðarinnar sem heimiluðu þessa vitleysu reikning frá ríkissjóði fyrir afganginum og þeir borga hann.

Þá standa þeir frammi fyrir tveimur kostum að borga þessa 100 miljarða, þetta eru smáaurar í saman burði við þá fjármuni sem þeir eru vanir að sýsla með, eða sitja þá af sér í notalegheitum á Litla Hrauni.

Annars finnst mér þingmenn og ráðherrar fara fullgeyst að kalla þetta skuldir þjóðarinnar. Eru þetta ekki skuldir þessa sama Landsbanka og var einkavæddur 2002?


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru skuldir tryggingasjóðs! Sem ríkistjórnin undir forsvari sjálfstæðisflokksin ákvað að myndi tryggja allar innistæður í íslenskum bönkum.

Hvað er svona flókið? Við skuldum þetta! Íhaldið kom okkur í þetta!

HA (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband