Treystum við þessum flokki?

Ótrúleg staðreynd að rúmlega 28% kjósenda í suðurkjördæmi eru enn tilbúin að greiða flokki sem er að stærstum hluta ábyrgur fyrir því ástandi sem nú ríkir á Íslandi eftir hrun bankanna atkvæði sitt.

Ótrúleg sú staðreynd að frambjóðendur þessa flokks yfirhöfuð finnast þeir hafa einhverju hlutverki að gegna í komandi uppbyggingarstarfi.

Ótrúlegt að kjósendur skuli ekki hafna þessum flokki. Fyrir fyrri syndir.

Það er fullt af frambærilegu, vel gefnu fólki í Sjálfstæðisflokknum sem er tilbúið að rétta hjálparhönd við endurreisn íslensks efnahagslífs. En því miður er flokkurinn sjálfur vandamálið. Valdablokkirnar sem vilja hag sinn sem mestan og er ands.....sama um alla aðra en hagsmuni þessa klíka.

Bjarni Benidiktsson er hluti af einni svona valdaklíku sem hefur farið með völd í flokknum svo áratugum skiptir.

Er þetta það sem þjóðin vill?

Treystum við þessum flokki?

Ég svara bara fyrir mig.

NEI!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband