Vald frá guði
2.1.2009 | 09:15
Það er ótrúlegt að íslenskir ráðherrar halda að vald þeirra komi beint frá guði en ekki þjóðinni sem þó hefur atkvæðavaldið. Ætlar Geir Haarde að halda þessum duglausa dýralækni í fjármálaráðuneytinu eins og fíl í postulínsverslun mikið lengur? Maðurinn er algjörlega í röngu starfi og hefur sannað það margoft að hann hefur ekki vald á þessu. Hann hefur margoft sannað það að hann býr ekki yfir neinni sómatilfinningu og mun aldrei axla ábyrgð á röngum embættisfærslum sínum. Orðið getuleysi fær algjörlega nýja merkingu með störfum hans og ákvörðunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.