Hvað er verið að fela?

Er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að koma á móts við kröfu þjóðarinnar og farin að hallast að leyfa fólki að kjósa um hverja hún treystir til að fara með stjórnartaumana næstu misserin. Er hún búin að átta sig á þeirri staðreynd að það er sjálfstæðisflokkurinn ásamt framsóknaflokki sem bera stærstu pólitísku ábyrgð á því ástandi sem ríkir á íslandi í dag. Vissulega ber Samfylking ábyrgð á ástandinu líka en það verður aldrei á móti mælt að flokkur sem hefur verið við völd svo lengi sem Sjálfstæðisflokkurinn verður að axla ábyrgð. Ef hann vill ekki gera það sjálfviljugur þá verður að kenna honum þá lexíu í kosningum. Nú þremur mánuðum eftir að efnahagur landsins hrundi er allt við það sama. Veltum fyrir okkur skipstjóra sem verður á að sigla skipi sínu í strand. Það eru sett á sjópróf hið fyrsta og tilkvaddir sérfræðingar sem fara í gegnum atburðarásina fyrir strandið. Þegar róni stelur læri og trópisafa úr stórmarkaði er hann dæmdur til fangelsisvistar. Ef að ökumaður brýtur umferðarlögin alvarlega er hann sviptur ökuréttindum tímabundið þar til dómstólar dæma í máli hans. Þegar bankamenn og fjárglæframenn koma heilu samfélagi á hausinn talar valdaklíkan sem hefur verið við völd í sautján ár um að ekki megi hefja nornaveiðar. Valaklíka sem tók þátt í að afhenda vildarvinum og flokksgæðingum ríkisbankanna. Hefur verið með puttana í lagasetningum og því umhverfi sem bankararnir unnu eftir. Eftir að fjárglæframenn höfðu blóðmjólkað fyrirtækin og orsakað að stórum hluta hrunið þá mátti umfram allt ekki persónugera vandann. Halló. Það mátti alls ekki flækja umræðuna með einfaldri ósk þjóðarinnar um kosningar. Það átti að gefa stjórnvöldum frið til að vinna.
Er þrælslundin svo mikil í okkur íslendingum að það er alveg sama hvað gengur á við látum allt yfir okkur ganga. Röflum í nokkrar vikur og höldum svo áfram í leikritinu og vonum að það sé bara góð mynd á Skjá einum. Allavega höfðu þónokkur fleiri áhyggjur af því að hún héngi í loftinu en ástandi þjóðmála í nóvember. Þingmenn hafa viðurkennt að hafa ekki lesið neyðarfrumvarpið yfir áður en þeir samþykktu það, óséð úr hendi ríkisstjórnarinnar. Ef þetta heitir ekki að bregðast skyldum sínum þá veit ég ekki hvað á að kalla það. En öll framkoma ríkisstjórnarinnar vekur óneytanlega upp þá spurningu: Hvað er verið að fela fyrir landsmönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband