Hvorki hósti né stuna!
8.1.2009 | 12:59
Það fer lítið fyrir ,,Allt upp á borðinu", ,,Velt við hverjum steini" málflutningi Sjálfstæðisráðherranna sem þeir boðuðu næsta grátklökkir skömmu eftir bankahrunið. Þegar skýrslur endursoðendafyrirtækjana berast inn á borð FME er forstjórinn á þeim bænum Jónas Fr. Jónsson enn sem fyrr trúr varðhundur flokksins og segir að ekkert verði birt. Hugsanlega einhver samantekt, þá síðar. Sama gamla pukrið og leyndarmakkið í kringum þessa stofnun og ríkisstjórnina alla.
Það vekur alltaf jafn mikla furðu hjá mér því lengra sem líður frá hruni bankanna hversu lítið í raun heyrist í þjóðinni. Er fólki alveg sama um það sem er að gerast?. Hvar er verkalýðshreyfingin? Það heyrist ekki hósti né stuna í henni á meðan að hennar skjólstæðingar eru að missa vinnu. Gylfi Arnbjörnsson tjáði síg aðeins um verðtryggingu fyrir jól og að sjálfsögðu á móti því að hrófla við henni. Alltaf að vinna með sínu fólki! Skuldaklafarnir að aukast og allt að fara til andsk....
Nei,ekki tími til komin og bretta fram ermarnar og láta í sér heyra og það almennilega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Páll Pétursson Framsóknarmaður þegar hann var Félagsmálaráðherra í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokknum gerðu Verkalýðshreyfinguna algjörlega máttlausa sem mig minnir að hafi verið árið 1997 með því að setja lög sem varða Verkalýðshreyfinguna alla, þannig að hún getur ekki hvatt til verkfalla nema í kringum kjarasamninga og einnig múlbundið hana vegna fjöldasamþykkis allra hreyfinga til þess að hún getur varla einu sinni þá farið í slíkar aðgerðir án samþykkis allra félagshreyfinganna.
Til vitnis um þetta eru hér orð Guðmundar Gunnarssonar Formanns Rafiðnaðarsambands Íslands þann 5. janúar 2009 á bloggi sínu í svari um getuleysi Verklýðshreyfingarinnar.
"Þessi spurning um allsherjarverkfall hefur nokkuð komið upp. Fólk er þar að blanda saman tveim óskyldum hlutum; flokkspólitík og svo hagsmunafélögum sem falla undir sérstök lög sem kölluð eru Pálslög, eftir Páli Péturssyni þáv. félagm.r.h.
Þessi lög setja mjög ákveðnar skorður við verkföllum og voru harkalega gagnrýnd á sínum tíma. Eftir setningu þeirra er útilokað að verkalýðshreyfingin geti staðið fyrir verkfalli nema þá í beinu sambandi við kjarasamninga.
Þar stendur t.d. að ekki sé hægt að boða verkfall fyrr en að loknum árangurslausum fundum hjá Sáttasemjara og þá þurfi að fá heimild þar sem tiltekinn fjöldi félagsmanna viðkomandi stéttarfélags tekur þátt í og meirihluti samþykki. Ef þátttaka er undir ákveðnum lágmörkum, skiptir engu þó allir samþykktu að fara í verkfall, það skoðaðist sem fellt.
Verkalýðshreyfingin er samsett úr á annað hundruð stéttarfélögin og verkfallsheimildir liggja hjá hverju stéttarfélagi. Skoðanir inna þeirra eru klárlega jafnmargar og félöginu eru.
Miðstjórnir heildarsamtakanna hafa mjög mismunandi skoðanir eins og oft hefu rkomið fram. Heildarsamtökin skiptast í ASÍ, BSRB, BHM og KÍ og þau hafa ekki heimild til boðunar verkfalla."
----------------------------------------------------
Svo er sambandið á milli Verkalýðshreyfingarinnar og verðtryggingar mjög sérstakt.
Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.