Nýja stjórnskipun!

Jón Ólafsson, heimsspekingur skrifaði áhugaverða grein í Lesbók Moggans í morgun. Þar rekur hann meðal annars þá furðulegu mótsögn sem er falin í andstöðu kjörinna fulltrúa við að leyfa þjóðinni að kjósa. Ennfremur var Njörður P. Njarðvík í viðtali við Hjálmar Sveinsson í Krossgötum á Rás 1 nú eftir hádegi og rakti þar hversu einkennileg stjórnskipun landsins er. Var einnig athyglivert að heyra sjónarmið Eyglóar Harðardóttur sem tók sæta Bjarna Harðarsonar á alþingi fyrir hugmyndir hennar um nýja stjórnskipun. Lýsti Eygló sig í stórum dráttum sammála þeirri hugmynd að sameina embætti forseta og forsætisráðherra. Í það embætti yrði kosið þar til einn stæði uppi með meirihluta atkvæða á bak við sig. Mætti hver aðili ekki gegna embætti lengur en tvö kjörtímabil. Sá aðili veldi sér síðan ríkisstjórn sem aukin meirihluti alþingis yrði að samþykkja. Telja verður líklegt að meiri fagmennsku yrði gætt við val á ráðherrum með slíku fyrirkomulagi heldur en nú er gert þar sem pólitísk flokkshollusta og frændsemi virðast ráða meiru um val í þau embætti.

Þar að auki yrði þetta til að auka á sjálfstæði alþingis. Í leiðinn ætti að fækka þingmönnum. Ennfremur ætti með stjórnarskiptum á fjögra eða átta ára fresti að skipta út ráðuneytisstjórum og helstu embættismönnum ráðuneyta til að koma í veg fyrir spillingu embættismanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband