Björn með skárri kostunum.

Það má vafalaust ýmislegt segja um Björn Bjarnason örugglega bæði gott og slæmt en hann verður að teljast með skárri kostunum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Hann er  samkvæmur sjálfum sér og gríðarkega vinnusamur.  Hann er ekki á mála hjá neinni viðskiptablokk en það sama verður varla sagt um tilvonandi eftirmann hans og frænda sem hefur sem stjórnarmaður í N1 oftsinnis tekið stöðu gegn almenningi í þessu landi. Um það verður ekki deilt að Björn Bjarnason hefur tekið sína málaflokka föstum tökum bæði í menntamálaráðuneytinu sem og í dómsmálaráðuneytinu. Þar tók hann við heldur döpru búi af flokkssystur sinni Sólveigu Pétursdóttur sem einna helst verður minnst úr því ráðuneyti fyrir að hafa látið innrétta fyrir sig sérstakt salerni og kostnaðurinn ekki skorinn við nögl. Nei, ef að brýn nauðsyn er á að skipta út ráðherra í liði hirðarinnar því í ósköpunum er ekki frekar litið til dýraheilbrigðisstétta í því sambandi eða hreinlega að öll stjórnin segi af sér. Það er þó einhver manndómur í slíkri ákvörðun.
mbl.is Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband