Einn risastór drullupyttur!

Í ljósi umræðna um að bankarnir hafi unnið gegn krónunni í aðdraganda hrunsins þá hef ég fellt fyrir mér stöðu almennings gagnvart bönkunum. Ef að sannast að bankinn sem lánaði mér íslenskar krónur með verðtryggðu láni en vann svo ötullega að því að gera þennan sama gjaldmiðil verðlausan er þá staða mín sem lántakenda óbreytt?. Get ég sem lántakandi höfðað mál á hendur bankanum á þeim forsendum að hann hafi vísvitandi hafið aðgerðir sem urðu þess valdandi að ég sit uppi með lán sem hefur hækkað og hækkað meðal annars vegna aðgerða bankans sem varð einnig til þess að verðbólga hækkaði og þar með vísitalan?

Það er allavega kristaltært að það er risastór drullupyttur kraumandi undir okkur öllum og aðeins smáloftbólur komnar upp á yfirborðið. Spilling, lygar og hrein og klár skemmdarstarfstarfssemi fer fram í bönkunum með samþykki stjórnvalda og henni verður að linna.

Hvað um öll erlendu lánin sem bankarnir tóku til að endurlána íslendingum? Voru þau skilin eftir í gömlu bönkunum sem eru á leið í gjaldþrot. Eru svo nýju bankarnir á fullu að innheimta þessi lán? Einhveratíma hefði þetta verið kallað ósiðlegir viðskiptahættir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband