Hver kom þessari vitleysu inn hjá Sjálfstæðismönnum?

Það virðist vera bjargföst skoðun sjálfstæðismanna að þjóðinni sé ekki treystandi í kosningar á þessum tímapunkti. Þetta koma fram hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varaformanni þeirra á Bylgjunni nú í morgun. Þorgerður vill þó ekki útiloka að kosið verði fyrr en 2011 en þó alls ekki fyrr í rannsóknarnefndin hafi skilað af sér í nóvember. Það er slegið í og úr hjá Þorgerði. Hver kom eiginlega þeirri vitleysu inn í hausinn á sjálfstæðismönnum að þjóðin eigi að bíða eftir að þeir séu tilbúnir í kosningar. Það vita allir sem eitthvað þekkja til sjálfstæðisflokksins að hann er nær klofningi út af Evrópumálunum, um þau ríkir enginn sátt í flokknum. Ætli niðurstaða Evrópuumræðunnar á landsfundi skeri ekki frekar úr um það hvort kosið verði til alþingis fyrr en sjálfstæðimönnum hugnast. Sem allra fyrst sem er krafa þjóðarinnar. Fyrr fáum við engan botn í bullið og ruglið í kringum hrun bankanna, og þá verður ekkert spurt hvort sjálfstæðisflokkurinn og Haarde séu tilbúin í kosningar. Það er nokkuð ljóst að Samfylkingin fer varla að drattast með klofin samstarfsflokk í ríkisstjórn og forsætisráðherra með valkvíða og valdhroka á háu stigi ef áfram á að halda á sömu leið mistaka og feluleiks sem einkennst hefur allt ferli ríkisstjórnarinnar eftir bankahrunið mikla. Sú mikla stjórnviska og leiðtogahæfileikar sem sjálfstæðismenn sjá í foringja sínum er algjörlega bundin við flokkinn sjálfan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Sæll Kristján, Auðvitað vilja sjálfstæðismenn ekki kosningar fyrr en þeir eru búnir að fela og eyða öllum gögnum sem bendla þá við glæpsamleg tengsl við útrásarvíkinga og annan óþverralýð.

Ólafur Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband