Rán og efnahagsleg nauðgun!
12.1.2009 | 12:30
Það er orðið svo að þegar greiðsluseðilinn fyrir verðtryggða íbúðalánið kemur inn um lúguna þá fer ég að svitna. Ekki af áreynslu við að taka hann upp af gólfinu, heldur svitna ég við að sjá hversu höfuðstólinn á blessaða láninu hækkar hroðalega. Frá árinu 2003 til 2007 hækkaði lánið um um tæpar 4.5 milljónir króna þökk sé verðtryggingunni. Var ekki verðbólga að mælast eitthvað 2-4% á því tímabili?. Þótti flestum nóg um. Á síðasta ári hækkaði lánið svo úr þessum 24 milljónum og stendur nú í tæpum 27 milljónum. Verðbólga nú mælist eitthvað um 20%. Ef heldur sem horfir verð ég fljótlega farin af leiga af sjálfum mér á okurkjörum húsið okkar nú eða þá að ég fel Landsbankanum að hirða húsið og fer með fjölskylduna á guð og gaddinn. Eða þarf að semja við minn elskulega banka að fá kannski að vera örlítið áfram í húsinu okkar. Ef þetta gengur eftir sem allar líkur eru á að muni gerast þá verður sem sagt einn af örsakavöldunum í þeim hrunadansi sem orsakaði bankakreppuna hættur að berja húsið að utan en þess í stað komin inn í stofu að dansa afró nótt sem nýtan dag. Ég gæti að vísu fengið einhvern smá greiðslufrest á hluta á verðtryggingunni en ég hef hreinlega ekki fengið mig í það, það varla tekur því.
Þegar lífsafkomu fjölskyldna og einstaklinga er ógnað með jafn hrikalegum hætti og nú er gert við þegna þessa lands er stjórnvöldum og þeim sem hafa sett, og eru að setja leikreglurnar holt að gera sér grein fyrirað þetta ástand er kveikja að glóð sem verður erfitt að slökkva komist almennilegt súrefni að eldinum og í augnablikinu er trekkurinn að aukast. Það eitt að bankarnir, stærstu kennitöluflakkarar íslandssögunnar eru að maka krókinn og krefjast greiðslna frá saklausu fólki sem gátu ekkert gert til að stöðva hrunadansinn í kringum gullkálfinn þegar bankamenn og útrásarvíkingar skemmtu sér við dansinn. Bankarnir eiga sök á hvernig ástandið er á landinu og þeir skulu ekki reyna að komast hjá því að axla þá ábyrgð sama þótt ríkisstjórnin hafi lagt blessun sína yfir kennitöluflakkið. Krafan er sú að verðtrygging verði afnumin af öllum íbúðalánum eða aðeins greidd verðtrygging af þeirri verðbólgu sem var þegar lánið var tekið. Allt annað er rán og efnahagsleg nauðgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.