Skríll og dónar!

Össur Skarphéðinsson, Iðnaðarráðherra var í moggaviðtali á laugardag. Var um margt áhugavert að lesa viðtalið við Össur enda með hressilegri pólitíkusum þessa lands sé sá gállinn á honum. Í viðtalinu játaði hann að ríkisstjórnin þyrfti nýtt siglingakort. Þá er spurningin? Ætlar Össur að nálgast þetta kort frá kjósendum eða er hann að bíða eftir nýju korti úr Svörtuloftum? Ég er þeirrar skoðunar að það skaði Samfylkinguna að vera í samstarfi við Haarde og hirð hans. Því lengur því verra. Það ættu raunar allir flokkar að fara að dæmi Framsóknar og hefja nákvæma naflaskoðun öllu sínu starfi. Hleypa nýju blóði að. Það er deginum ljósara að Ísland rís ekki úr öskustónni með veruleikafirrtan, valdagráðugan forsætisráðherra sem ætlar að reyna þreyja þorrann og góuna líka.Með öllum ráðum. Er reyndar sammála Guðmundi Andra Thorssyni í Fréttablaðinu í dag þar sem hann skrifar um ómissandi fólk. Guðmundur hittir naglann á höfuðið þegar hann segir að það séu reyndar aðeins pólitíkusar sem séu ómissandi að eigin áliti. Þjóðin má gjarnan missa sín og flækist bara fyrir.Skríll, dónar og hálfgerðir jötunuxar. Að gefa ekki lýðræðiskjörnum fulltrúum vinnufrið eins og einn ráðherrann mælti fullur af hneykslan yfir framferði skrílsins.  Er ekki eitthvað mikið að þegar þjóðin, sem kaus þingið hefur síðan ekkert um það að segja þegar allt er komið til andsk...? Ég er sammála þeim sem boðað hafa til  mótmælastöðu við Alþingishúsið á morgun og hvet fólk til þáttöku þegar þingheimur lufsast í vinnuna eftir jólafrí. Það er til marks um þvílíkt skrípó þetta Alþingi okkar er! Landsmenn eru að takast á við mestu fjármálakreppu sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir og Alþingi hagar sér eins og þeir séu Kvenfélagið á Króksfjarðarnesi. Bara fundað tvisvar á ári Haustfundur og vorfundur. Með annars fullri virðingu fyrir öllum heimsins kvenfélögum. Þetta sýnir bara var á þróunarbrautinni Alþingi er statt. Í sögubókum framtíðar verður alltaf talað um þátt Alþings í fjármálakreppunni sem eitt mesta niðurlægingartímabil þessarar lykilstofnunar íslensk lýðræðis. Aum afgreiðslustofnun fyrir frekt framkvæmdavald. Það er sérstaklega sárt til þess að hugsa að það er algjörlega þingmönnum sjálfum um að kenna hvernig komið er fyrir þinginu. Flokksagi og eigið framapot hefur verið sett framar velferð þjóðarinnar og það er næg ástæða til að kjósa til nýs Þings. Strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband