Veruleikafyrring valdsins
22.1.2009 | 09:30
Það er hálf ömurlegt að horfa upp á hin veruleikafirrta forsætisráðherra þjóðarinnar halda því fram að hann einn og flokksómynd hans séu Íslands eina von í þeim stórkostlegu vandræðum sem blasa við landsmönnum. En þar skjátlast honum hrapalega og sannast að hann er ekki í sambandi við þjóð sína. Hann vill endilega sitja áfram en þjóðin vill hvorki hann né sjálfstæðisflokkinn hans mergsoginn af spillingu,valdagræðgi og hroka eftir 18 ára stjórnarsetu. Ríkisstjórnin er óstarfhæf. Formaður Samfylkingarinnar er fjarverandi og þeir ráðherrar hennar sem yfirhöfuð tjá sig hafa ítrekað talað gegn eigin ríkisstjórn. Ríkisstjórnin verður að víkja og að boðað verði til kosninga í vor. Fram að kosningum starfar bráðabirgðastjórn Samfylkingar og VG varin af Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn verður að víkja hann er gjörspilltur og trausti rúin. Vera hans í Stjórnarráðinu er óværa á þjóðinni og á meðan hann er við völd mun ekkert breytast. Hann hefur raðað sínu fólki í helstu valdastöður, Seðlabanka, Fjármálaeftirlit og dómstóla. Mótmæli almenning síðustu daga beinast ekki síst gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hans. Handbendi Sjálfstæðisflokksins tala um mótmælendur sem óðan lýð og skríl sem er að hefta störf alþingis. En þeir sem mæta og mótmæla eru þverskurður þjóðarinnar. Því miður eru alltaf einhverjir sem vilja hleypa öllu í bál og brand og slást við lögregluna. Því verður að linna. Það má ekki stilla lögreglunni upp sem andstæðingum fólksins. Lögreglumenn eru alls ekki öfundsverðir af stöðu sinni og við léttum þeim störfin með að beita hvorki þá né aðra ofbeldi. Friðsöm en hávær mótmæli. Þannig náum við árangri. Það var átakanlegt að hlusta á ráðherra Sjálfstæðisflokksins verja alþingi og starfsfrið þess þegar þeir hvað eftir annað valta yfir þingið sjálfir með ráðherravaldi sínu. Nei ,þeir eru trausti rúnir og hræðsluóróður þeirra um að allt fari til fjandans hverfi þeir úr stólum sínum lýsandi dæmi um hversu valdarokin getur leikið menn grátt. Það er allt á hraðri leið til fjandans og þeir geta ekki bjargað þjóðinni. Það voru þeir sem hjálpuðu til við að skapa þetta ástand. Vissulega bera fleiri ábyrgð á því hvernig komið er t.d. Framsóknaarflokkurinn sem nú geyst fram á sjónasviðið eins og óspjölluð mey umvafinn hreinu líni. En Framsókn ber ábyrgð. Flokksþing þeirra gerði þó það eina rétta í stöðunni með að kjósa nýjan formann sem er ekki ábyrgur fyrir störfum flokksins fram að þessu. Framsóknarmenn höfnuðu gömlu andlitum að Birki Jóni undanskyldum. Þetta þurfa allir flokkar að gera, endurnýja sig innanfrá þannig og aðeins þannig öðlast þeir kannski einhverja virðinu kjósenda. En Sjálfstæðismenn eru enn við sama heygarðshornið og trúa því að þeir einir geti. Með aumkunarverðan formann trausti rúin af þjóð sinni. Manni sem heldur svo innilega að hann sé Íslands eina von. Hann átti kannski séns í byrjun hruns en núna vill þjóðin hann og óráðsklíkuna hans í burtu. Sífellt fleiri Sjálfstæðismenn sjá þetta og hvaða hörmungar Geir Haarde mun leiða yfir flokkinn taki hann ekki sönsum. Sitjandi forysta Sjálfstæðismanna hlýtur að fá mótframboð á komandi landsfundi. Annað er óhugsandi í ljósi ástandsins. Við höldum áfram að berja bumbur og mótmæla með friðsamlegum hættii ,,Vanhæf ríkisstjórn" þangað til Geir áttar sig á að það er hann sem er birtingamynd spillingarinnar og það er hann sem verður að víkja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.