Hinar sönnu hetjur!
23.1.2009 | 09:32
Hinar sönnu hetjur mótmælanna síðustu daga er það fólk sem tók einarða afstöðu gegn ofbeldi og skrílslátum og stillti sér upp fyrir framan alþingi og lögreglu. Með því að ganga á milli manna og tala við þá sem sýndu af sér óafsakanlega hegðum beindu þessar hetjur mótmælunum einmitt í þá átt sem þær eiga að beinast. Hávaðasöm, en umfram allt friðsöm mótmæli. Skrílslæti og ofbeldi sem fámenn klíka ofbeldismanna beitti gegn lögreglunni aðfararnótt fimmtudags er óafsakanleg og á ekkert skylt við þau mótmæli sem m.a. Raddir fólksins hafa staðið fyrir. En við megum ekki missa sjónir á takmarkinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að koma á móts við kröfu þjóðarinnar og boða til kosninga. Megin krafan er eftir sem áður að Sjálfstæðisflokkur víki strax úr ríkisstjórn, gerspilltur og trausti rúin. Fyrr verður enginn friður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.