Verk að vinna.
27.1.2009 | 09:32
Nú ríður á að við taki stjórn sem setur fólkið í landinu í fyrsta sæti. Starfsstjórn, vinstri stjórn eða hvað við köllum þetta. Það getur fjandakornið ekki versnað. Sjálfstæðisflokkurinn er hálf aumkunarverður að reyna finna blóraböggul stjórnarslita í Samfylkingunni. Sjálfstæðismenn eru búnir að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar í átján ár, og þetta er árangurinn. Algjört hrun. Og að sjálfsögðu kenna þeir öllum öðrum um en sjálfum sér. Aumingjalegt og sorglegt. En það er verk að vinna fyrir nýja stjórn og hún má ekki gleyma sér í ómerkilegu þrasi. Það eru erfiðir tímar framundan og þrengingar. Niðurskurður á mörgum sviðum. Umfram allt þarf að taka á gríðarlegum og sársaukafullum vanda heimilanna. Fyrirtækin verða að ganga og umfram allt má ekki missa allt í bullandi langvarandi atvinnuleysi. Ef allt gengur eftir og heilög Jóhanna verður orðin hæstráðandi til sjós og lands getur hún varla hótað að segja af sér um leið og krafan um niðurskurð kemur inn á borð til hennar. Nú tekur alvaran við!. En hinu er ekki hægt að neyta að engum stjórnmálamanni nú um stundir treysti ég betur en Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú er rétti tíminn til að setja manngildið ofar auðgildinu á landinu bláa. Það er verk að vinna og allir verða að leggja hönd á plóg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.