Nýtt lýðveldi!
27.1.2009 | 11:07
Skráði nafn mitt á undirskriftarlistann á vefsíðunni Nýtt lýðveldi. Þar hafa tekið höndum saman fólk á borð við Njörð P. Njarðvík og Ólínu Þorvarðardóttur ásamt fleirum. Markmið þeirra er að hvetja fólk til að skrifa undir áskorum til Forseta Íslands og alþingismanna um breytingar á stjórnarskránni. Hvet alla til að kynna sér málstað þeirra. Það er breytinga þörf á stjórnarskránni. Margir hafa bent á með skrifum sínum að jafnvel sé þörf á nýju lýðveldi. Að Íslendingar feti í fótspor Frakka og stofni nýtt lýðveldi. Frakkar hafa gert það fimm sinnum síðan í byltingunni 1789.
Nýja stjórnarskrá, nýja hugsun og ný viðmið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.