Fólkið fyrst!

Fékk fréttir í gærkvöldi um samdrátt og sparnað á mínum gamla vinnustað, Keflavíkurflugvelli ohf. Þar var starfshlutfalli fjölda starfsmanna minnkað um helming. Þetta er gert í ljósi minkandi umferð flugfarþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar og vafalaust óhjákvæmileg í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Það er samt sem áður gríðarlega sárt að horfa upp á fólk missa vinnuna þótt ekki sé nema að hluta til og tímabundið þar að auki. Óvissan og bjargarleysið verður algjört.

Hugur minn er hjá vinum og fyrrverandi vinnufélugum á þessum tímum.

Það gefur auga leið að ný ríkisstjórn verður að bregðast skótt við í efnahagsmálum eigi landsmenn að lifa af. Pólítískt karp og sundurlyndi sem því miður hefur oft einkennt samstarf flokka á vinstri væng stjórnmálanna er ekki í boði lengur. Fólk hefur litla þolinnmæði gagnvart stjórnmálamönnum um þessar mundir og alls enga þolinmæði gagnvart sjálfhverfum, sjálfumglöðum lýðskrumurum sem hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig. Þjóðina í fyrsta sæti, það er krafan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst það vera skrítin sparnaðarleið hjá ríkinu að senda fólk á atvinnuleysis bætur. Þetta er bara tilfærsla á útgjaldaliðum.

Offari, 30.1.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband