Janúar 2009

Búin að vera hreint ótrúlega viðburðaríkur janúarmánuður. Einhvernvegin bjóst ég alltaf við að þjóðin fengi nóg af ástandinu fljótlega eftir hangikjötsát og flugelda. Hef hitt mikið af erlendum ferðamönnum síðustu vikur og allir spyrja mikið um ástand mála á Íslandi. Þegar mótmælin stóðu sem hæst við Alþingi gekk ég með Þjóðverja um Austurvöll. Sá maður hefur oft komið til landsins og taldi sig þekkja landsmenn nokkuð en það sem hann varð vitni af þessa nótt fannst honum hálfóraunverulegt. ,,Er þetta virkilega að gerast"? spurði hann. Ég sagði honum að fólk væri þreytt á hægfara umbótum stjórnmálamanna og með aðgerðum sínum vildi fólk ná fram breytingum.

Það tókst. Við megum vera stolt af því. En baráttan er rétt að byrja. Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað hjá allri þjóðinni. Við eigum að afla og svo að eyða, sagði amma mín svo oft við mig. Blessuð sé minning hennar. Hún talaði reyndar ekkert um óreiðumenn og skuldir.

Þjóðin knúði óstarfhæfa ríkisstjórn frá völdum með friðsömum mótmælum. Reyndar ætluðu ofbeldismenn og friðspillar að eyðileggja mótmælin en þeim tókst það ekki. Ekki síst fyrir aðgerðir friðsamra mótmælenda. Ég hef áður sagt að þeir aðilar sem tóku sér stöðu gegn grjótkastinu eru hinar sönnu hetjur mótmælanna. 

Þjóðin sýndi hversu hún er megnug! Við getum gert það aftur!  

Mátturinn er okkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband