Þögn verkalýðsforystunnar.
10.2.2009 | 08:59
Heyrði viðtal við Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins í Speglinum í gærkvöld. Margt áhugavert í máli Skúla eins og alltaf.
En eitt hnaut ég við:
Hann talaði um að verkalýðshreyfingin ynni á fullu við að greina ástandið og koma með lausnir til úrbóta.
Má vera. En mikið svakalega fer nú þessi starfssemi þeirra hljótt í samfélaginu.
Að mínum dómi á verkalýðshreyfingin öll að vera miklu háværari í allri umræðu um vanda heimilanna í landinu. Láta í sér heyra af meiri ofsa og berjast fyrir sína umbjóðendur. Af hörku en sanngirni.
Er kannski erfitt fyrir þá að gagnrýna stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna?
Eða er hugsun verkalýðsforkólfa sú að láta bara lítið fyrir sér fara og vona að þetta reddist einhvernvegin? Láta pólitíkusa um þessi leiðindi.
Þarf kannski að skipta út einhverjum forkólfum Verkalýðsins?
Fá baráttumenn í djobbið?
Fá einhverja sem muna hvernig er að lifa á 200 kallinum út mánuðinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Kristján
Ég er alveg hjartanlega sammála þér í þessu. Í gamla daga var þetta ekkert mál, þá höfðum við karaktera bæði í pólitík og í verkalýðshreyfingunni sem þorðu að taka á málum og voru ófeimnir við að segja sínar skoðanir á góðri kjarnyrtri íslensku.
Í dag eru meðal menn í nær öllum stöðum sem hugsa meira um það hvernig þeir líta út í sjónvarpi, en hvað þeir segja.
Þegar kemur einhver fram á sjónarsviðið sem segir heiminum að halda kjafti þegar við á, skal ég fylgja honum fram í rauðan dauðan.
Róbert Tómasson, 11.2.2009 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.