Hve mikil er ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar á bankahruninu?

Jón Baldvin skrifar ansi harðorða grein gegn Ingibjörgu Sólrúnu í mogga í dag. Sakar hana beinlínis um að vera ekki í sambandi við þjóð sína. Að mörgu leiti fer gamli kratahöfðinginn með rétt mál því það er fráleitt ef Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin telji sig geta spilað sig frítt frá stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðismenn. Að sjálfsögðu ber Samfylking ábyrgð á því stjórnarsamstafi og aðgerðarleysinu í kjölfar bankahrunsins.

Össur Skarphéðinsson utanríkis og  iðnaðarráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur. Þá vafalaust vegna innanflokksátaka og deilur um stefnu og valdabarátta um formannssæti. Vissulega alveg rétt ígrundað hjá ráðherranum en það leiðir vissulega hugann að heilsufari Samfylkingarinnar. Er ástandið á þeim bænum svo gott að liðsmenn hennar séu dómbærir á heilsufar á öðrum bæjum?

Lengi vel hefur maður haft þá tilfinningu að Samfylkingin séu í raun þrír flokkar sem fátt eða ekkert eiga sameiginlegt nema að hafa sammælst um Ingibjörgu Sólrúnu sem veraldlegan leiðtoga sinn og vilja vera við völd. Að öðru leiti virðist Samfylking loga í innanflokksátökum. Bera ummæli Jóns Baldvins á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur þess glöggt merki. Eða er rödd gamla kratahöfðingjans kannski mjó og hjáróma og afgreidd sem óráðshjal gamals manns í flokknum?

það er vissulega áhugavert fyrir áhugamenn um íslenska pólitík að fylgjast með umræðum Samfylkingarmanna næstu vikurnar. Verður gagnrýni Jóns Baldvins á Ingibjörgu Sólrúni til þess að fleiri gagnrýnisraddir fara að heyrast um hennar störf? Mun Jóhönnu líka það vel við þykkbólstraðan forsætisráðherrastólinn að erfitt verði að standa upp?

Fólkið í landinu gleymir seint  ummælum Ingibjargar Sólrúnar á borgarafundi í Háskólabíói ,,Þið eruð ekki þjóðin". Ekki alveg í takt við ólguna og andrúmsloftið í þjóðfélaginu á þeim tíma.

Ingibjörg Sólrún er klárlega leiðtogi Samfylkingarinnar og verður án efa endurkosin formaður gefi hún áfram kost á sér.

En hvað með kjósendur Samfylkingarinnar? Er hún sá leiðtogi sem þjóðin vill í Stjórnarráðið.

Eða hugsum við um 100 daga klúðrið eftir bankahrunið mikla og ábyrgð hennar í því ferli öllu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband