Áttahundraðmetrahlaup áttavilltra!
18.2.2009 | 15:33
Ótrúlega pínlegt að sjá hversu óhöndulega Sjálfstæðismenn reka sitt stjórnarandstöðuhlutverk á Alþingi. Þeir eru eins og þátttakendur í áttahundraðmetrahlaupi áttavilltra. Rífast og skammast og það er greinilegt eitthvað óyndi í þeim sem bætist ofan á prófkjörsskrekk, þeirra sem ætla á annað borð að sækjast eftir sæti á framboðslista.
Alveg sérstaklega finnst mér ánægjulegt að sjá hversu góðan tíma Sigurður Kári Kristjánsson hefur til blaðaskrifa og nú vantar ekki hugmyndirnar hjá honum.
Birgir Ármannsson fer mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórn og nú síðast hafði hann allt á hornum sér varðandi hugmyndir manna um stjórnlagaþing. Vildi meina að það væri argasta vitleysa að kjósa samhliða Alþingiskosningum sérstakt stjórnlagaþing. Ég skyldi ekki betur en að honum fyndist alþingi vera lítilsvirt að kjósa ætti sérstakt þing til að fjalla um breytingar á stjórnarskránni. Ansi mikið menntaskóla Morfíslegt hjá Birgi.
Er það ekki einmitt mergur málsins. Allir aðrir en þingmenn eiga að fjalla um stjórnarskrárbreytingar. Hvað gerir þá eina hæfa til að fjalla um slík mál? Ekkert!
Ekki hefur nú heldur vel tekist til þegar að þingmenn hafa skipað nefndir til að fjalla um slíkar breytingar. Margar nefndir en lítill árangur.
Ég ætla rétt að vona að kosið verði til stjórnlagaþings samhliða komandi Alþingiskosningum. Og Það þing leggi síðan nýja stjórnarskrá fyrir landsmenn til samþykktar eða höfnunar.
Það er rík krafa þjóðarinnar, þeirrar sömu og kaus Birgi Ármannsson og aðra alþingismenn á Alþingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í andstöðu íhaldið frama sinn laugar
Í andliti forakt, yfir höfðinu baugar.
Klæddir í það sem að tískunni fellur,
málaðir, snyrtir eins og ódýrar mellur.
En þar undir eru þetta andskotans draugar.
kveðja Robbi
Róbert Tómasson, 19.2.2009 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.