Gengur Ingibjörg Sólrún næst guði?

Án nokkurs vafa munu margir núverandi þingmanna ekki ná viðunandi árangri í komandi prófkjörum flokkanna. Og þarf varla að koma nokkrum manni á óvart. Ef að líkum lætur þurfa þeir allmargir að finna sér ný störf og fátt um fína ríkisbitlinga nú um stundir.

Það vekur eilitla furðu hversu svakalega billega Ingibjörg Sólrún virðist ætla að komast í gegnum þetta allt saman hjá sínum flokki. Hún er í slíkri guðatölu meðal Samfylkingarfólks það má helst bara ekki gagnrýna konuna. Hún er eins óskeikul og Faróarnir. Stendur næst guði, en þó aðeins meðal harðasta kjarna Samfylkingarfólks. Ég er hræddur um að pöppullinn þarna úti gæti verið á annarri skoðun.

Ingibjörg Sólrún og hennar flokkur voru kannski aðeins við völd 18 mánuði fyrir bankahrun. En hún og hennar flokkur voru við völd þegar allt hrundi og hún og hennar flokkur ber ábyrgð á því hvernig staðið var að málum eftir það mikla hrun. Setningu neyðarlaga og kaosins eftir það allt saman.

Mótmælin á Austurvelli svokölluð búsáhaldabylting og slagorðið ,,Vanhæf ríkisstjórn" beindist Ingibjörgu Sólrúni og hennar flokki. Það að hafa myndað nýja ríkisstjórn og gert Jóhönnu Sig að forsætisráðherra minnkar ekki hennar ábyrgð. Það dugar ekki endalaust fyrir Samfylkingu og Ingibjörgu Sólrúnu að kenna öðrum um.

Það leiðir líka hugann að því hversu fáránlega aumingjalega þessi ríkisstjórn hefur tekið á málefnum yfirskuldsettra heimila og fyrirtækja. Hvar er margumrætt frumvarp dómsmálaráðherra um skuldaaðlögun og breytta gjaldþrotalöggjöf? Fast í nefnd?

Sú lagabreyting er hin eina sanna neyðarlöggjöf sem fólkið í landinu þarfnast.

En um slíka lagabreytingu er varla sátt á hinu auma Alþingi nú um stundir og enn ropa frjálshyggjumenn hátt um að alls ekki megi koma slíku óreiðufólki til bjargar.

En við málssvara slíkra hugmynda og þá málssvara nýfrjálshyggjunnar sem hæst hrópuðu á torgum og tóku þátt í trylltum dansi gjörspilltra bankamanna og vafasamra viðskiptahátta veruleikafyrra útrásarvíkinga er bara eitt að segja:

Skammist ykkar til að halda kjafti. Nægur er skaðinn á íslensku þjóðlífi eftir ykkur. Látið aðra um að bjarga þjóðinni úr þeim hremmingum sem þið og ykkar verk unnuð íslenskri þjóð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband