Að kasta steinum úr glerhúsi!
6.3.2009 | 22:21
Sjálfstæðismenn eru semsagt á móti sérstöku Stjórnlagaþingi?
Sjálfstæðismenn vilja sem sagt að þingmenn fari í þá umræðu og það þarfaverk að koma með tillögur að breyttri stjórnarskrá?
Eru Sjálfstæðismenn búnir að gleyma hversu hrikalega kitlum árangri það hefur skilað að láta þingmenn fjalla um breytingar á stjórnarskránni?
Í síðustu nefnd undir formennsku Jóns Kristjánssonar komust flokkarnir á þingi að samkomulagi um eina breytingu. Og sú var ekki merkileg.
Finnast Sjálfstæðismönnum þetta mikill kostnaður við að færa Stjórnarskrá Lýðveldisins til nútímans. 1.5. milljarður. Þar inni eru væntanlega laun og rekstrarkostnaður við Stjórnlagaþing í 18 mánuði?
Eru þetta ekki sami flokkur og hafði forgöngu um einn mesta laga ósóma sem samþykkt hefur verið á Alþingi, reyndar af öllum flokkum. Nefnilega eftirlaunafrumvarpið sem tók 4 ár að breyta aftur en var samþykkt í skjóli nætur rétt fyrir þinglok.
Er þetta stjórnmálaflokkur sem finnst tíma Alþingis illa varið að leggja til að kosið verði til stjórnlagaþings?
Eru menn ekki að kasta steinum úr glerhúsi?
Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Athugasemdir
Það er nákvæmlega engin þörf á að "færa Stjórnarskrá Lýðveldisins" eitt eða neitt. Hún er í dag, eins og hún hefur verið allt frá lýðveldisstofnun, tímalaus. Akkúrat mátulega knöpp, skýr og laus við það dægurþrass-tískufjas sem nú er sífrað um að þurfi að troða í hana. Hvað þýðir slík endurskrift? Jú, stjórnlagaóvissu, enda engin mannanna skrif laus við þá kvöð að þurfa að túlka meininguna út úr. Núverandi stjórnarskrá hefur verið túlkuð og rökrædd og fyllt af stjórnlagahefðum og venjum þar til núverandi vissu-ástandi um stjórnskipan var náð. Það að fara að rífa það allt til grunna er ekkert annað en eyðilegging. Til komin í taugaveikluðu sorgarferli vegna þess að fjármálakerfið geispaði golunni. Það að skjóta stjórnarskránna fyrir það er svo sannarlega að hengja bakara fyrir smið.
Og já, mér finnst 1.500.000.000 króna enn vera mikið af peningum, merkilegt nokk. Það að búið sé að sóa margfaldri þeirri upphæð réttlætir ekki að eyða þessu fé einnig.
Guðmundur Lárusson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.