Afsakið á meðan ég æli!
11.4.2009 | 21:30
Maður fyllist ekki djúpri þörf á að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana. Gjörspilltur flokkur sem lét Hannes Smára og Björgúlf múta sér til góðra verka. Og enginn vill gangast við þessu nema afdala formaður sem gerði öllum greiða og sagði af sér.
Gríðarlega heppilegt fyrir Bjarna Ben. Enn blautur á bak við eyrun og algjörlega laus við allan ósóma sem virðist leka af öllum ráðamönnum í Sjálfstæðisflokknum.
Segi eins Megas í góðum texta ,, Afsakið á meðan ég æli"!
Það er einlæg ósk mín að Sjálfstæðismenn auðnist að finna enga lausn á þessu annað en að fara í leikinn: Alls ekki benda á mig bentu frekar á hann!
Það mun auðvelda þeim kjósendum sem þrátt fyrir allt sem á undan var gengið ætluðu að kjósa Fálkann 25. apríl að gera það ekki.
Eða hvað?
Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg sjálfsagt ad gera thad. Mjög skiljanlegt ad örlítil gubba komi upp í hálsinn vid slík ógedslegheit.
### (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.