FRÁ, FRÁ: NÚ GETUM VIÐ!!

Hún er undarleg árátta þeirra sem telja sig gjörsamlega ósmissandi. Þannig eru sumir sjálfstæðismenn þessa dagana. Heyrði í einum, einhverri Sigríði á Rás 2 í dag, sem skildi ekki frekar en formaður hennar hvernig fjölmiðlar létu einhver smávægileg innanhússtyrkjavandamál fá svona mikið pláss í fréttatímum. Nær væri að beina spjótum sínum að þessari gjörómögulegu ríkisstjórnarómynd sem helst þyrfti að koma frá völdum hið fyrsta og hleypa sjálfstæðisflokknum að. Einhvernvegin svona hljómaði málflutningur þessarar sjálfstæðiskonu.

En nú er vert að spyrja? Hverju kom íhaldið í verk eftir að hafa horft upp á eitt stykki bankahrun með tilheyrandi efnahagsþrengingum fyrir land og lýð? Þeir höfðu meira en 200 daga til þess að koma öllum þeim breytingum á sem þeir vildu. En þeir kusu að gera sem minnst fyrir landslýð á meðan þeir gátu.

Þegar svo þjóðin gafst upp á ástandinu og fjöldi manna tóku sig saman og mótmæltu ástandinu í janúar þá hrökklaðist íhaldið frá völdum ásamt Samfylkingu.

En nú geta þeir!  Flokkurinn sem er með allt niðrum sig vegna mútustyrkja stórfyrirtækja á borð við Landsbanka og FL grúpp. Og þetta er aðeins það sem er komið upp á yfirborið. Athugið það.

Og þetta er flokkurinn sem þykist eiga brýnt erindi við landsmenn og sé flokkur með lausnir.

Nei. Held að allt annað en lausnir sjálfstæðismanna séu betri um þessar mundir. Nóg hafa þeir gert.

Annars velti ég því stöðugt fyrir mér hvort við, þjóðin eigum ekki að gefa öllum núverandi stjórnmálamönnum frí og kjósa bara Borgarahreyfinguna, ferska vinda fólks sem ekki situr nú þegar á Alþingi. Þar er hvort eð er allt við það sama.

Því miður.

Og ekki segja með því sé ég að kasta atkvæði mínu á glæ.

Ekki eins og sakir standa í pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Hárétt Kristján það segir nefnilega einhverstaðar að það sé of seint um rassinn gripið þegar kúkurinn er kominn í buxurnar.

Róbert Tómasson, 14.4.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Mikið rosalalega erum við eitthvað samstíga í þessum málum í dag. Líttu við á mína síðu.
Sammála þér í öllum megin atriðum.

Bragi Einarsson, 16.4.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband