Nú er mál að vakna!
6.5.2009 | 21:49
Það er dásamlegt að heyra hvað flokksformennirnir sem görguðu hæst utan stjórnar eru yfirvegaðir og rólegir í tíðinni við sína stjórnarmyndun. Steingrímur er eins og hann gleypi nú 500mg af róandi á dag slík er breytingin á honum eftir að hann komst í ríkisstjórn.
Á sama tíma og þjóðin er algjörlega að fara á límingunum vegna gríðarlegrar hækanna á lánum og að mörgu leiti haldlausum úrræðum.
Gott dæmi um þetta bjargarleysi sem hrjáir fjölda manns og heldur vöku fyrir þúsundum skuldara er fjögra barna einstæða móðirin í Kastljósi í gærkvöldi sem er skuldum hlaðin en fær ekki að nýta sér greiðsluaðlögunarúrræði sem án efa gæti komið henni til hjálpar.
Þessi úrræði nýtast ekki vegna þess að hún er sjálfstæður atvinnurekandi. Sem sagt sjálfstæðir atvinnurekendur geta ekki verið í nógu sannfærandi vandræðum. Halló!
Á sama hátt og ekki er hægt að koma fólki í greiðsluvandræðum til hjálpar nema það sé í skilum!
Þetta er eins og að vera veikur og fara til læknis sem sér strax að þú er bráðveikur en hann segir: Fyrirgefðu vinur en ég get ekki læknað þig fyrr en þér hefur batnað!
Ekkert búið nema allt sé búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.