Öflugara alþingi!
7.1.2009 | 11:26
Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar kemur fram með mjög athyglisverðar hugmyndir um að styrkja fastanefndir alþingis á bloggi sínu í dag. Það er ótrúleg staðreynd íslensks lýðræðis hversu gríðarlega veikt löggjafarvaldið er gagnvart framkvæmdavaldinu. Nær öll lagafrumvörp eru samin af sérfræðingum í ráðuneytum. Þingmannafrumvörp er fátíð og fyrir þingmann í stjórnarandstöðu er nær ómögulegt að koma málum í gegnum þingið. Annars eru þær áhugaverðar hugmyndir Jóns Baldvins Hannibalssonar sem hann lagði fram skömmu fyrir jól um uppstokkun á kerfinu í heild. Hugmyndir Jóns Baldvin eru að hluta til byggðar á hugmyndum Vilmundar Gylfasonar um beina kosningu forsætisráðherra. Þetta eru hugmyndir sem vert væri að skoða nánar núna þegar við blasir að heljarinnar naflaskoðun á íslensku samfélagi. Þrískipting valdsins þ.e. löggjafar, framkvæmda og dómsvalds er allt of óskýr. Ráðherrar gegna þingmennsku jafnfram störfum sínum í ráðuneytum, ráðherrar skipa dómara o.s.frv. Hugmyndir Jóns Baldvins um franskt/Þýskt módel í þessum efnum að kjósa forseta/forsætisráðherra beinni kosningu þannig að eftir stendur aðili með meirihluta atkvæða á bak við sig sem síðar velur sér mannskap í ríkisstjórn á móti sterku alþingi er eitthvað sem við ættum að skoða betur. Fækka alþingsmönnum og fjölga frekar sérhæfðum aðstoðarmönnum og gera þingið sjálfstæðara og sterkara gagnvart framkvæmdavaldinu. Alþingi myndi síðan koma með beinum hætti að ráðningu dómara. Er þetta ekki eitthvað sem vert væri að ræða?
Nú, það er þá lífsmark með líkinu!
6.1.2009 | 23:12
![]() |
Hiti á fundi framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólin kvödd í Reykjanesbæ.
6.1.2009 | 21:40
Við fórum fjölskyldan á þrettándagleði áðan sem haldið var við Ægisgötuna í Keflavík. Það er áralöng hefð fyrir að kveðja jólin með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Til margra ára var þetta gert ofan við byggðina, neðan við Reykjanesbraut en sá staður þótti óheppilegur þó ekki væri fyrir annað en að þurfa klöngrast yfir móa og mela í svartamyrkri. Fyrir tveimur árum ákváðu bæjaryfirvöld að færa þessa dagskrá niður í bæ og virðist það hafa lukkast vel. Kveikt er í lítilli brennu við sjávarkambinn svo er komið fyrir sviði þar sem álfakóngur og drottning ásamt tröllum, jólaveinum og öðrum vættum syngja og tralla. Löng hefð er fyrir að Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja leggi til kóng og drottningu. Léttsveit tónlistarskólans leikur undir og er enginn svikinn af hennar leik, frábær hljómsveit og frábær stjórnandi, Karen Sturlaugsson. Í lok dagskrár bauð svo Björgunarsveitin Suðurnes upp á frábæra flugeldasýningu. Stórkostlegar sprengingar í um 10 mínútur. Allir fá svo heitt kakó. Þetta eru skemmtilegar stundir á fjölskylduvænum tíma. Hefst kl. 18 og er öllu lokið á klukkutíma eða svo. Þá er nægur tími að koma ungviðinu heim í háttinn og allir glaðir.
Var hálfpartinn fegin að vera hvattur af íslenskum trúfélögum að sleppa því að taka niður hvítu ljósin. Er með allt í hvítu þökk sé minni elskulegu. Læt nægja að taka niður jólatréð og eitthvað af jólaskrauti.
Smjörklípuaðferðinnni beitt!
6.1.2009 | 11:38
Svo virðist sem að Sjálfstæðisflokkurinn sé að beita gamalkunnum bellibrögðum úr svörtuloftum kennda við smjörklípu þegar hann geysist fram á sjónarsviðið nú sem flokkur opin fyrir Evrópusambandsaðild. Allt flokksstarf opið upp á gátt og umræður á milli þingmanna og ritstjóra um kosti þess og galla allt fyrir opnum tjöldum og komast færri að en vilja að hlýða á. Það er vel. Opnar umræður í flokki eru af hinu góða. Í þessu tilfelli er ég þó hræddur um að það sé verið að leiða þjóðfélagsumræður inn á aðrar brautir en þær sem brýnni eru.
Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn líti á það sem eitthvert forgangsmál að gera innanflokksmál í flokki sem nýtur minnsta fylgis í skoðanakönnunum í áraraðir og leiða það yfir landsmenn alla . Önnur mál og brýnni ættu þó að vera í umræðunni. Ábyrgð þeirra sem leiddu yfir okkur stórkostlega skuldsetningu og fjöldaatvinnuleysi með tilheyrandi hörmungum. Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að ræða um ábyrgð ráðherra. Þeir vilja alls ekki að kosið verið til alþingis. Þjóðin hefur öðrum málum og brýnni en að fjalla um en pólitískt karp í aðdraganda kosninga segja þeir og leiða svo yfir lýðinn opnar umræður um Evrópusambandsaðild. Það verður þó ekki á móti mælt fyrir áhugamenn um pólitík að sennilega er framundan einn mest spennandi landsfundur Sjálfstæðismanna í áraraðir. En hvort niðurstaða hans verður góð eða slæm fyrir flokksforystuna en engu hægt að svara. Ef landsfundur leggur blessun sína yfir aðildarviðræður við ESB gæti það hugsanlega lengt í ríkisstjórnarsamstarfinu en ef fundurinn hafnar slíkum tillögum er líklegra að stutt verði í stjórnarslit og þá á Haarde fáa kosti aðra en að ganga til móts við kröfur þjóðarinnar og boða til kosninga. Sem er það sem við þurfum. Gera upp fortíðina og kjósa. þá er hægt að mynda nýja ríkisstjórn sem gæti ef vilji væri fyrir hendi hafið aðildarviðræður við ESB og leggja niðurstöður þeirra fyrir landsmenn. en það er ljóst að stjórnvöld fá engan vinnufrið fyrr en þau leggja störf sín í dóm þjóðarinnar og hún kýs það fólk til starfa sem hún treystir best. Aðdragandi kosninga gæti orðið sá umræðugrundvöllur milli alþingsmanna og þjóðarinnar sem við höfum sárlega skort síðustu vikurnar.
Oft ratast kjöftugum satt orð í munn!
5.1.2009 | 11:33
Hvað er verið að fela?
4.1.2009 | 21:15
Er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að koma á móts við kröfu þjóðarinnar og farin að hallast að leyfa fólki að kjósa um hverja hún treystir til að fara með stjórnartaumana næstu misserin. Er hún búin að átta sig á þeirri staðreynd að það er sjálfstæðisflokkurinn ásamt framsóknaflokki sem bera stærstu pólitísku ábyrgð á því ástandi sem ríkir á íslandi í dag. Vissulega ber Samfylking ábyrgð á ástandinu líka en það verður aldrei á móti mælt að flokkur sem hefur verið við völd svo lengi sem Sjálfstæðisflokkurinn verður að axla ábyrgð. Ef hann vill ekki gera það sjálfviljugur þá verður að kenna honum þá lexíu í kosningum. Nú þremur mánuðum eftir að efnahagur landsins hrundi er allt við það sama. Veltum fyrir okkur skipstjóra sem verður á að sigla skipi sínu í strand. Það eru sett á sjópróf hið fyrsta og tilkvaddir sérfræðingar sem fara í gegnum atburðarásina fyrir strandið. Þegar róni stelur læri og trópisafa úr stórmarkaði er hann dæmdur til fangelsisvistar. Ef að ökumaður brýtur umferðarlögin alvarlega er hann sviptur ökuréttindum tímabundið þar til dómstólar dæma í máli hans. Þegar bankamenn og fjárglæframenn koma heilu samfélagi á hausinn talar valdaklíkan sem hefur verið við völd í sautján ár um að ekki megi hefja nornaveiðar. Valaklíka sem tók þátt í að afhenda vildarvinum og flokksgæðingum ríkisbankanna. Hefur verið með puttana í lagasetningum og því umhverfi sem bankararnir unnu eftir. Eftir að fjárglæframenn höfðu blóðmjólkað fyrirtækin og orsakað að stórum hluta hrunið þá mátti umfram allt ekki persónugera vandann. Halló. Það mátti alls ekki flækja umræðuna með einfaldri ósk þjóðarinnar um kosningar. Það átti að gefa stjórnvöldum frið til að vinna.
Er þrælslundin svo mikil í okkur íslendingum að það er alveg sama hvað gengur á við látum allt yfir okkur ganga. Röflum í nokkrar vikur og höldum svo áfram í leikritinu og vonum að það sé bara góð mynd á Skjá einum. Allavega höfðu þónokkur fleiri áhyggjur af því að hún héngi í loftinu en ástandi þjóðmála í nóvember. Þingmenn hafa viðurkennt að hafa ekki lesið neyðarfrumvarpið yfir áður en þeir samþykktu það, óséð úr hendi ríkisstjórnarinnar. Ef þetta heitir ekki að bregðast skyldum sínum þá veit ég ekki hvað á að kalla það. En öll framkoma ríkisstjórnarinnar vekur óneytanlega upp þá spurningu: Hvað er verið að fela fyrir landsmönnum.
Er þetta opinber starfsmaður á hressingargöngu?
3.1.2009 | 17:56
Vér mótmælum öll!
3.1.2009 | 09:49
Hvað veldur?
2.1.2009 | 12:49
![]() |
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vald frá guði
2.1.2009 | 09:15
Það er ótrúlegt að íslenskir ráðherrar halda að vald þeirra komi beint frá guði en ekki þjóðinni sem þó hefur atkvæðavaldið. Ætlar Geir Haarde að halda þessum duglausa dýralækni í fjármálaráðuneytinu eins og fíl í postulínsverslun mikið lengur? Maðurinn er algjörlega í röngu starfi og hefur sannað það margoft að hann hefur ekki vald á þessu. Hann hefur margoft sannað það að hann býr ekki yfir neinni sómatilfinningu og mun aldrei axla ábyrgð á röngum embættisfærslum sínum. Orðið getuleysi fær algjörlega nýja merkingu með störfum hans og ákvörðunum.