Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nú er mál að vakna!

Það er dásamlegt að heyra hvað flokksformennirnir sem görguðu hæst utan stjórnar eru yfirvegaðir og rólegir í tíðinni við sína stjórnarmyndun. Steingrímur er eins og hann gleypi nú 500mg af róandi á dag slík er breytingin á honum eftir að hann komst í ríkisstjórn.
Á sama tíma og þjóðin er algjörlega að fara á límingunum vegna gríðarlegrar hækanna á lánum og að mörgu leiti haldlausum úrræðum.

Gott dæmi um þetta bjargarleysi sem hrjáir fjölda manns og heldur vöku fyrir þúsundum skuldara er fjögra barna einstæða móðirin í Kastljósi í gærkvöldi sem er skuldum hlaðin en fær ekki að nýta sér greiðsluaðlögunarúrræði sem án efa gæti komið henni til hjálpar.

Þessi úrræði nýtast ekki vegna þess að hún er sjálfstæður atvinnurekandi. Sem sagt sjálfstæðir atvinnurekendur geta ekki verið í nógu sannfærandi vandræðum. Halló!

Á sama hátt og ekki er hægt að koma fólki í greiðsluvandræðum til hjálpar nema það sé í skilum!

Þetta er eins og að vera veikur og fara til læknis sem sér strax að þú er bráðveikur en hann segir: Fyrirgefðu vinur en ég get ekki læknað þig fyrr en þér hefur batnað!


mbl.is Ekkert búið nema allt sé búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömludansaakademían kennir nú skrykkdans!

Var að horfa á formenn stjórnmálaflokkana í sjónvarpinu og verður að segjast eins og er að fátt nýtt kom fram. Átti reyndar ekki von á því.

Gamla fjórflokkakerfið greinilega alveg í blússandi sveiflu.

Er farið að minna mig á gömludansakennara sem reynir að sinna kalli breytinganna og fer allt í einu að kenna skrykkdans.

Fannst talsmaður Borgarahreyfingannar eiga frasa kvöldssins þegar hann minnti stjórnmálaleiðtogana af hverju væri eiginlega kosið. Nefnilega vegna efnahagshrunsins.

Það er eins gott að gleyma því ekki að það er nákvæmlega enginn gleði í þessum kosningum. Enginn. það eru harmleikir að gerast allt í kringum okkur. Fjölskyldur að fara á hausinn. Fyrirtæki að fara á hausinn. Og ekki bara af tæknilegum ástæðum.

Enda hefur enginn pólítíkus verið að kyssa og kjamsa kjósendur enda varla staðið þeim til boða.

Eitt er víst að ég á eftir að gera upp við mig hvað ég kýs.

Tel mig hafa þrjá kosti. Ekki alla jafn góða en ég veit það í þetta skipti verður atkvæði mínu ekki eytt á þá sem ekki eiga það skilið.

Það eitt er ljóst á þessari stundu.


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treystum við þessum flokki?

Ótrúleg staðreynd að rúmlega 28% kjósenda í suðurkjördæmi eru enn tilbúin að greiða flokki sem er að stærstum hluta ábyrgur fyrir því ástandi sem nú ríkir á Íslandi eftir hrun bankanna atkvæði sitt.

Ótrúleg sú staðreynd að frambjóðendur þessa flokks yfirhöfuð finnast þeir hafa einhverju hlutverki að gegna í komandi uppbyggingarstarfi.

Ótrúlegt að kjósendur skuli ekki hafna þessum flokki. Fyrir fyrri syndir.

Það er fullt af frambærilegu, vel gefnu fólki í Sjálfstæðisflokknum sem er tilbúið að rétta hjálparhönd við endurreisn íslensks efnahagslífs. En því miður er flokkurinn sjálfur vandamálið. Valdablokkirnar sem vilja hag sinn sem mestan og er ands.....sama um alla aðra en hagsmuni þessa klíka.

Bjarni Benidiktsson er hluti af einni svona valdaklíku sem hefur farið með völd í flokknum svo áratugum skiptir.

Er þetta það sem þjóðin vill?

Treystum við þessum flokki?

Ég svara bara fyrir mig.

NEI!


Bull og rugl!

Ég er orðin svo gáttaður á framferði stjórnmálaafla sem geta leyft sér að vera með sömu gömlu besservisser taktana. Allt gott í íslensku samfélagi er að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokknum að þakka á meðan allt hið illa komið frá VG og Samfyllkingu.

Sjáið ekki hvað aðferðum íhaldið er að beita? Gömlu smjörklípunni. Hefja sókn þegar að varnaleikurinn var farin að herða að hálsi skrímslisins í Valhöll. Umræðan var orðin óþægileg um meintar mútugreislur og óeðlilega styrkji stórfyrirtækja og þá ryðjast þeir út á vígvöllinn og jarma um helst allt til að halda nú örugglega óbilgjörnum og óvilhöllum leiðinda fjölmiðlum uppteknum við annað.

Ég hef sagt það og segi það enn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar lausnir handa venjulegu fólki í þessu landi. Og ég er að komast á þá skoðun að enginn af núverandi stjórnmálaflokkum sem fólk á á þingi verðskuldi mitt atkvæði.

Bullið og ruglið í þessu liði er orðið þvílíkt að þetta er farið að minna á farsa.

Lélegan farsa!


mbl.is Harðar deilur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blind sýn á raunveruleikann.

Íhaldsmenn fara hamförum þessa dagana við að reyna að sverta allt og allar gjörðir núverandi ríkisstjórnarflokka og saka þá aðeins um að vilja hækka skatta og lækka laun. Aðrar ráðstafanir séu ekki upp á borðinu. Það má vel vera að það þurfi að hækka skatta en er þá ekki verið að tala um að skattleggja þá sem hafa mest í dag og gætu alveg séð af sínum launum í sameiginlega sjóði landsmanna. Vissulega er það ömurleg staðreynd að það þurfi að grípa til óyndisúrræða eins og að hækka skatta og lækka laun. En umfram allt er atvinnuleysi og neyð heimila og fyrirtækja mesta ógnin.

Það er deginum ljósara að í komandi kosningum ætlar fólk að velja breytingar og umfram allt að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Nógur er skaði þeirra á íslensku þjóðlífi eins og dæmin sanna. Gjörspilltur valdagræðgiflokkur sem hefur aldrei haft áhuga á velferð venjulegs fólks í landinu.

Það gekk kannski ágætlega fyrir flokkinn að fóta sig á meðan að gengið var í digra mútusjóði tilbúinna auðhringja sem slógu um sig með endalausu erlendu lánsfé.

Sjálfstæðisflokkurinn mun sennilega fá innan við 30% fylgi en neðar en 25% fer hann varla.

Það er alltaf harður kjarni sem mun kjósa flokkinn sama hvað á dynur.

Það er blind sýn á raunveruleikann sem flokkurinn þeirra átti þátt í að skapa.

 


mbl.is Flestir treysta núverandi stjórnarflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRÁ, FRÁ: NÚ GETUM VIÐ!!

Hún er undarleg árátta þeirra sem telja sig gjörsamlega ósmissandi. Þannig eru sumir sjálfstæðismenn þessa dagana. Heyrði í einum, einhverri Sigríði á Rás 2 í dag, sem skildi ekki frekar en formaður hennar hvernig fjölmiðlar létu einhver smávægileg innanhússtyrkjavandamál fá svona mikið pláss í fréttatímum. Nær væri að beina spjótum sínum að þessari gjörómögulegu ríkisstjórnarómynd sem helst þyrfti að koma frá völdum hið fyrsta og hleypa sjálfstæðisflokknum að. Einhvernvegin svona hljómaði málflutningur þessarar sjálfstæðiskonu.

En nú er vert að spyrja? Hverju kom íhaldið í verk eftir að hafa horft upp á eitt stykki bankahrun með tilheyrandi efnahagsþrengingum fyrir land og lýð? Þeir höfðu meira en 200 daga til þess að koma öllum þeim breytingum á sem þeir vildu. En þeir kusu að gera sem minnst fyrir landslýð á meðan þeir gátu.

Þegar svo þjóðin gafst upp á ástandinu og fjöldi manna tóku sig saman og mótmæltu ástandinu í janúar þá hrökklaðist íhaldið frá völdum ásamt Samfylkingu.

En nú geta þeir!  Flokkurinn sem er með allt niðrum sig vegna mútustyrkja stórfyrirtækja á borð við Landsbanka og FL grúpp. Og þetta er aðeins það sem er komið upp á yfirborið. Athugið það.

Og þetta er flokkurinn sem þykist eiga brýnt erindi við landsmenn og sé flokkur með lausnir.

Nei. Held að allt annað en lausnir sjálfstæðismanna séu betri um þessar mundir. Nóg hafa þeir gert.

Annars velti ég því stöðugt fyrir mér hvort við, þjóðin eigum ekki að gefa öllum núverandi stjórnmálamönnum frí og kjósa bara Borgarahreyfinguna, ferska vinda fólks sem ekki situr nú þegar á Alþingi. Þar er hvort eð er allt við það sama.

Því miður.

Og ekki segja með því sé ég að kasta atkvæði mínu á glæ.

Ekki eins og sakir standa í pólitík.


Hvað fær menn til að rífa sig á lappir kl. 6 á páskadagsmorgun?

Reif mig upp úr bælinu kl. 6 í morgunn og henti mér sturtu og byrjaði að humma eins og brjálæðingur. Gleypti í mig seríósi og var farin í mínum ,,Sunday best" út úr húsi fyrir kl. 7. Og við erum að tala um sjö árdegis á páskadagsmorgun þegar allir venjulegir menn láta sér ekki einu sinni detta í hug að hlunkast á lappir,þá æða meðlimir í kirkjukórum í messu og til að þetta sé nú allt eins og Kantorinn vill þá mæta menn klukkutíma fyrr. Messan hefst kl. 8 stundvíslega.

Enda gekk þetta allt eins og í sögu. Hátíðarsvör séra Bjarna, prestarnir báðir Sr. Skúli og Sr. Sigfús og ég tala ekki um einsöngvarann í Innegiamo, Bylgju Dis Gunnarsdóttur, hún var frábær! Látum það eiga sig fyrir bassana að byrja að rymja þetta eldsnemma að morgni en fyrir sópran og tenór er þetta aðeins meira mál. Hvað þá sópran einsöngvara sem þarf að öskra þetta og varla komin fótaferðatími.    Hún hefur ábyggilega verið vöknuð kl. 5 í morgun til að vera komin í gírinn. En hún leysti þetta óaðfinnanlega að mínu mati og ég fékk gæsahúð í lokatónunum.

Ætla ekki að ímynda mér hvernig kirkjugestum leið þarna niðri en ég stóð aftast á söngloftinu og fann hughrifin hrýslast um mig.

Ætli svona venjulegur maður sem hefur sungið með ýmsum kórum í gegnum tíðina komist mikið nær almættinu en að heyra svona unaðslegan söng að morgni dags með frábærum félögum í kirkjukór Keflavíkurkirkju en þennan morgunin.

Allavega finnst mér tímanum undanfarna vikur hafa verið vel varið þegar að afraksturinn er svona góður.

Gleðilega páska öll og hafið það sem best.


Afsakið á meðan ég æli!

Maður fyllist ekki djúpri þörf á að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana. Gjörspilltur flokkur sem lét Hannes Smára og Björgúlf múta sér til góðra verka. Og enginn vill gangast við þessu nema afdala formaður sem gerði öllum greiða og sagði af sér.

Gríðarlega heppilegt fyrir Bjarna Ben. Enn blautur á bak við eyrun og algjörlega laus við allan ósóma sem virðist leka af öllum ráðamönnum í Sjálfstæðisflokknum.

Segi eins Megas í góðum texta ,, Afsakið á meðan ég æli"!

Það er einlæg ósk mín að Sjálfstæðismenn auðnist að finna enga lausn á þessu annað en að fara í leikinn: Alls ekki benda á mig bentu frekar á hann!

Það mun auðvelda þeim kjósendum sem þrátt fyrir allt sem á undan var gengið ætluðu að kjósa Fálkann 25. apríl að gera það ekki.

Eða hvað?


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta viljiði!

Þetta er flokkurinn með nýju ásýndina Bjarna og Þorgerði. Spilltur og forugur flokkur upp yfir haus. Vafalaust eru aðrir flokkar líka með óhreint mjöl í pokahorninu þegar kemur að fjármálum sínum en enginn flokkur þó jafn mikið og sjálfstæðisflokkurinn.

Og hvar er þetta annað en greiðsla fyrir velvilja og fyrirgreiðslu frá þessum gjaldþrota fyrirtækjum.

Aumt er yfirklór Geirs Haarde í vonlausri stöðu við að taka á sig sök í þessu máli.

Bjarni ber kannski ekki ábyrgðina í að taka við þessum styrkjum en hann er svo sannarlega enginn skáti þegar kemur að viðskiptum og að verja hagsmuni viðskiptablokka. Hann var aldrei að hugsa um hag neytenda/kjósenda sinna sem stjórnarformaður N1.

Svo boðar hann nýja tíma í íslenskri pólitík og segir að Sjálfstæðisflokkurinn einn hafi gert upp við fortíðina!

Kanntu annan Bjarni?


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundleiðinleg pólítík og geðbætandi söngur!

Ég er komin aftur inn á bloggið eftir mjög svo meðvitað frí frá bloggskrifum í um það bil einn mánuð. Ég ákvað að taka pásu þótt ég sé nýbyrjaður að blogga en mér fannst ég bara vera neikvæður nöldurseggur með allt á hornum mér og sí og æ að skammast út í allt og alla.

En eftir þetta mánaðarbloggleysi finnst mér tími til komin að setjast við skriftir enda kosningar í nánd og rétt að hella úr skálum reiði sinnar á blogginu en sækja sér andlega næringu annað.

 Ég er búin að vera syngja með kór Keflavíkurkirkju frá áramótum og það er stórkostlega sálarhreinsandi og virkar á mig eins og besta geðlyf(veit reyndar ekki hvernig geðlyf virka svona almennt á fólk) á mig. Kem endurnærður heim eftir æfingar. Það er reyndar búið að vera brjálað að gera enda fermingar og páskar ætíð annatími í kirkjum. Og svo allar jarðarfarirnar. Konan mín elskuleg sagði að í raun væri líf mitt aðeins mikil vinna og svo það sem snýr að kórnum. Og þetta er alveg rétt hjá henni.  Þetta er svaka törn að taka þátt í þessu öllu og fjölskyldan líður óneitanlega fyrir það og meiri vinna lendir á minni elskulegu.

Enda ekkert auðvelt að ala upp þrjár elskur sem allar hafa skapið hans pabba síns. ÚPS. Já fínt. Já sæll. Eigum við að ræða það eitthvað? Eins og maðurinn sagði.

En þetta er frábær félagsskapur og hress organisti sem keyrir þetta áfram af faglegum metnaði og miklum húmor.

En svona í lokin.

Finnst ykkur ekki pólitíkin núna rétt fyrir kosningar hundleiðinleg?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband