Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Átti ekki að gæta hófs í innheimtuaðgerðum?
17.1.2009 | 14:13
Er þetta það sem við þurfum?
17.1.2009 | 13:13
Bjánahrollur
15.1.2009 | 11:46
Ætli það hríslist ekki vænn bjánahrollur niður eftir bakinu á menntamálaráðherra í hvert skipti sem minnst er á Robert Wade í fréttum?. Er þetta ekki maðurinn sem átti að hunskast í endurmenntun og helst að halda kjafti um íslensk efnahagsmál að mati ráðherrans?. En það var víst í sumar sem leið og þá var til hugtakið íslenskt fjármálaofurvit um þessa stétt manna sem kölluð var útrásarvíkingar og aðrar þjóðir áttu ekkert að vera blamma og móðga hvorki íslenska ráðamenn né vini þeirra útrásarvíkingana. Þessir erlendu fræðingar höfðu ekki hugmynd um hversu gríðarlega snilligáfu íslensku fjármálaséníin höfðu fengið í vöggugjöf frá almættinu. Gáfurnar nýttust þó helst í að skara eld að eigin köku og að redda gnægð af erlendu lánsfé sem nú er komið í vanskil og lendir að lokum á þér og mér og ófæddum börnum okkar og barnabörnum að borga. Skömmin verður ævinlega þeirra sem djöfluðust í kringum gullkálfinn með fjármálasnillingunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rán og efnahagsleg nauðgun!
12.1.2009 | 12:30
Það er orðið svo að þegar greiðsluseðilinn fyrir verðtryggða íbúðalánið kemur inn um lúguna þá fer ég að svitna. Ekki af áreynslu við að taka hann upp af gólfinu, heldur svitna ég við að sjá hversu höfuðstólinn á blessaða láninu hækkar hroðalega. Frá árinu 2003 til 2007 hækkaði lánið um um tæpar 4.5 milljónir króna þökk sé verðtryggingunni. Var ekki verðbólga að mælast eitthvað 2-4% á því tímabili?. Þótti flestum nóg um. Á síðasta ári hækkaði lánið svo úr þessum 24 milljónum og stendur nú í tæpum 27 milljónum. Verðbólga nú mælist eitthvað um 20%. Ef heldur sem horfir verð ég fljótlega farin af leiga af sjálfum mér á okurkjörum húsið okkar nú eða þá að ég fel Landsbankanum að hirða húsið og fer með fjölskylduna á guð og gaddinn. Eða þarf að semja við minn elskulega banka að fá kannski að vera örlítið áfram í húsinu okkar. Ef þetta gengur eftir sem allar líkur eru á að muni gerast þá verður sem sagt einn af örsakavöldunum í þeim hrunadansi sem orsakaði bankakreppuna hættur að berja húsið að utan en þess í stað komin inn í stofu að dansa afró nótt sem nýtan dag. Ég gæti að vísu fengið einhvern smá greiðslufrest á hluta á verðtryggingunni en ég hef hreinlega ekki fengið mig í það, það varla tekur því.
Þegar lífsafkomu fjölskyldna og einstaklinga er ógnað með jafn hrikalegum hætti og nú er gert við þegna þessa lands er stjórnvöldum og þeim sem hafa sett, og eru að setja leikreglurnar holt að gera sér grein fyrirað þetta ástand er kveikja að glóð sem verður erfitt að slökkva komist almennilegt súrefni að eldinum og í augnablikinu er trekkurinn að aukast. Það eitt að bankarnir, stærstu kennitöluflakkarar íslandssögunnar eru að maka krókinn og krefjast greiðslna frá saklausu fólki sem gátu ekkert gert til að stöðva hrunadansinn í kringum gullkálfinn þegar bankamenn og útrásarvíkingar skemmtu sér við dansinn. Bankarnir eiga sök á hvernig ástandið er á landinu og þeir skulu ekki reyna að komast hjá því að axla þá ábyrgð sama þótt ríkisstjórnin hafi lagt blessun sína yfir kennitöluflakkið. Krafan er sú að verðtrygging verði afnumin af öllum íbúðalánum eða aðeins greidd verðtrygging af þeirri verðbólgu sem var þegar lánið var tekið. Allt annað er rán og efnahagsleg nauðgun.
Hver kom þessari vitleysu inn hjá Sjálfstæðismönnum?
11.1.2009 | 12:33
Einn risastór drullupyttur!
10.1.2009 | 18:01
Í ljósi umræðna um að bankarnir hafi unnið gegn krónunni í aðdraganda hrunsins þá hef ég fellt fyrir mér stöðu almennings gagnvart bönkunum. Ef að sannast að bankinn sem lánaði mér íslenskar krónur með verðtryggðu láni en vann svo ötullega að því að gera þennan sama gjaldmiðil verðlausan er þá staða mín sem lántakenda óbreytt?. Get ég sem lántakandi höfðað mál á hendur bankanum á þeim forsendum að hann hafi vísvitandi hafið aðgerðir sem urðu þess valdandi að ég sit uppi með lán sem hefur hækkað og hækkað meðal annars vegna aðgerða bankans sem varð einnig til þess að verðbólga hækkaði og þar með vísitalan?
Það er allavega kristaltært að það er risastór drullupyttur kraumandi undir okkur öllum og aðeins smáloftbólur komnar upp á yfirborðið. Spilling, lygar og hrein og klár skemmdarstarfstarfssemi fer fram í bönkunum með samþykki stjórnvalda og henni verður að linna.
Hvað um öll erlendu lánin sem bankarnir tóku til að endurlána íslendingum? Voru þau skilin eftir í gömlu bönkunum sem eru á leið í gjaldþrot. Eru svo nýju bankarnir á fullu að innheimta þessi lán? Einhveratíma hefði þetta verið kallað ósiðlegir viðskiptahættir?
Björn með skárri kostunum.
10.1.2009 | 16:39
![]() |
Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýja stjórnskipun!
10.1.2009 | 14:29
Jón Ólafsson, heimsspekingur skrifaði áhugaverða grein í Lesbók Moggans í morgun. Þar rekur hann meðal annars þá furðulegu mótsögn sem er falin í andstöðu kjörinna fulltrúa við að leyfa þjóðinni að kjósa. Ennfremur var Njörður P. Njarðvík í viðtali við Hjálmar Sveinsson í Krossgötum á Rás 1 nú eftir hádegi og rakti þar hversu einkennileg stjórnskipun landsins er. Var einnig athyglivert að heyra sjónarmið Eyglóar Harðardóttur sem tók sæta Bjarna Harðarsonar á alþingi fyrir hugmyndir hennar um nýja stjórnskipun. Lýsti Eygló sig í stórum dráttum sammála þeirri hugmynd að sameina embætti forseta og forsætisráðherra. Í það embætti yrði kosið þar til einn stæði uppi með meirihluta atkvæða á bak við sig. Mætti hver aðili ekki gegna embætti lengur en tvö kjörtímabil. Sá aðili veldi sér síðan ríkisstjórn sem aukin meirihluti alþingis yrði að samþykkja. Telja verður líklegt að meiri fagmennsku yrði gætt við val á ráðherrum með slíku fyrirkomulagi heldur en nú er gert þar sem pólitísk flokkshollusta og frændsemi virðast ráða meiru um val í þau embætti.
Þar að auki yrði þetta til að auka á sjálfstæði alþingis. Í leiðinn ætti að fækka þingmönnum. Ennfremur ætti með stjórnarskiptum á fjögra eða átta ára fresti að skipta út ráðuneytisstjórum og helstu embættismönnum ráðuneyta til að koma í veg fyrir spillingu embættismanna.
Hvorki hósti né stuna!
8.1.2009 | 12:59
Það fer lítið fyrir ,,Allt upp á borðinu", ,,Velt við hverjum steini" málflutningi Sjálfstæðisráðherranna sem þeir boðuðu næsta grátklökkir skömmu eftir bankahrunið. Þegar skýrslur endursoðendafyrirtækjana berast inn á borð FME er forstjórinn á þeim bænum Jónas Fr. Jónsson enn sem fyrr trúr varðhundur flokksins og segir að ekkert verði birt. Hugsanlega einhver samantekt, þá síðar. Sama gamla pukrið og leyndarmakkið í kringum þessa stofnun og ríkisstjórnina alla.
Það vekur alltaf jafn mikla furðu hjá mér því lengra sem líður frá hruni bankanna hversu lítið í raun heyrist í þjóðinni. Er fólki alveg sama um það sem er að gerast?. Hvar er verkalýðshreyfingin? Það heyrist ekki hósti né stuna í henni á meðan að hennar skjólstæðingar eru að missa vinnu. Gylfi Arnbjörnsson tjáði síg aðeins um verðtryggingu fyrir jól og að sjálfsögðu á móti því að hrófla við henni. Alltaf að vinna með sínu fólki! Skuldaklafarnir að aukast og allt að fara til andsk....
Nei,ekki tími til komin og bretta fram ermarnar og láta í sér heyra og það almennilega.
Kosningar strax
8.1.2009 | 10:49
Er ekki enn betra að allt liðið segi af sér og það verði gengið að kröfum þjóðarinnar og kosið?
![]() |
Ráðherra segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |