Átti ekki að gæta hófs í innheimtuaðgerðum?

Það ber vott um brenglað siðferði hjá stjórnendum fjármögnunarfyrirtækja að haga sér með þeim hætti sem lýst er í mogga í morgun. Að verðmeta ökutæki með þessum hætti og smyrja endalausum kostnaði á lántakenda og selja síðan vildarvinum bílinn á broti af verði bílsins lýsir í senn græðgi, hroka og mannvonsku. Að sjálfsögðu eiga menn að greiða skuldir sínar en það leika sér víst fáir að koma sér í slík vandræði að greiða ekki og láta svo hirða af sér hlutina. Örugglega hefðu einhverjir átt að íhuga aðeins betur sína stöðu áður en farið var í að skuldbinda sig til margra ára við bílakaup. Það sagði mér fyrrverandi bílasali nýlega að það hefði nú lítið þurft að dekstra þessi fyrirtæki til að lána, jafnvel unglingar gátu tekið risalán og voru frekar hvattir áfram en lattir af þjónustufulltrúum fjármögnunarfyrirtækja. Það leiðir líka hugann að því hver á þessi fyrirtæki?. Eru það ekki nýju ríkisbankarnir?. Það gengur náttúrulega ekki að menn æði áfram eins og úlfar í að tryggja stöðu sinna fyrirtækja gagnvart skuldunautum og geti beitt hvaða meðulum sem er til að koma peningum í kassann. Að verðfella bíla í söluskoðunum og síðan smyrja endalausum kostnaði ofan á eru vafasamir viðskiptahættir. Selja svo bílinn einhverjum vildarvini á slikk. Eftirstöðvarnar lenda síðan á upphaflegum lántakenda sem í fæstum tilfellum getur nokkuð annað en lýst sig gjaldþrota í kjölfarið. Jú fjármögnunarfyrirtækið er víst tilbúið að leyfa fólki að skuldbreyta yfir í íslenskar krónur gegn veði í fasteign. Hér er klárlega um svo grófa aðför að ræða að hlýtur að verða skoðað hvort þetta geti hreinlega viðgengist. En það virðist allt vera á sömu bókina lagt. Sama hvað stjórnvöld þykjast ætla að gera fyrir fólkið í þessu landi það virðast ekki skila sér til þegnanna sjálfra. Hvernig er það? Gaf ekki ríkisstjórnin út tilmæli um að bankar og fjármálastofnanir gættu hófs í innheimtuaðgerðin sínum og reyndu að koma á móts við skuldara. Þetta á sennilega ekki við Lýsingu og SP fjármögnun og fleiri slíkar fabrikkur.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband