Smjörklípuaðferðinnni beitt!

Svo virðist sem að Sjálfstæðisflokkurinn sé að beita gamalkunnum bellibrögðum úr svörtuloftum kennda við smjörklípu þegar hann geysist fram á sjónarsviðið nú sem flokkur opin fyrir Evrópusambandsaðild. Allt flokksstarf opið upp á gátt og umræður á milli þingmanna og ritstjóra um kosti þess og galla allt fyrir opnum tjöldum og komast færri að en vilja að hlýða á. Það er vel. Opnar umræður í flokki eru af hinu góða. Í þessu tilfelli er ég þó hræddur um að það sé verið að leiða þjóðfélagsumræður inn á aðrar brautir en þær sem brýnni eru.
Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn líti á það sem eitthvert forgangsmál að gera innanflokksmál í flokki sem nýtur minnsta fylgis í skoðanakönnunum í áraraðir og leiða það yfir landsmenn alla . Önnur mál og brýnni ættu þó að vera í umræðunni. Ábyrgð þeirra sem leiddu yfir okkur stórkostlega skuldsetningu og fjöldaatvinnuleysi með tilheyrandi hörmungum. Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að ræða um ábyrgð ráðherra. Þeir vilja alls ekki að kosið verið til alþingis. Þjóðin hefur öðrum málum og brýnni en að fjalla um en pólitískt karp í aðdraganda kosninga segja þeir og leiða svo yfir lýðinn opnar umræður um Evrópusambandsaðild.  Það verður þó ekki á móti mælt fyrir áhugamenn um pólitík að sennilega er framundan einn mest spennandi landsfundur Sjálfstæðismanna í áraraðir. En hvort niðurstaða hans verður góð eða slæm fyrir flokksforystuna en engu hægt að svara. Ef landsfundur leggur blessun sína yfir aðildarviðræður við ESB gæti það hugsanlega lengt í ríkisstjórnarsamstarfinu en ef fundurinn hafnar slíkum tillögum er líklegra að stutt verði í stjórnarslit og þá á Haarde fáa kosti aðra en að ganga til móts við kröfur þjóðarinnar og boða til kosninga. Sem er það sem við þurfum. Gera upp fortíðina og kjósa. þá er hægt að mynda nýja ríkisstjórn sem gæti ef vilji væri fyrir hendi hafið aðildarviðræður við ESB og leggja niðurstöður þeirra fyrir landsmenn. en það er ljóst að stjórnvöld fá engan vinnufrið fyrr en þau leggja störf sín í dóm þjóðarinnar og hún kýs það fólk til starfa sem hún treystir best. Aðdragandi kosninga gæti orðið sá umræðugrundvöllur milli alþingsmanna og þjóðarinnar sem við höfum sárlega skort síðustu vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband