Hvað gera Sjálfstæðismenn?
19.1.2009 | 09:17
Það er óhætt að óska framsóknarmönnum til hamingju með nýja flokksforystu. Heldur betur sögulegt þegar að gamli bændaflokkurinn er orðinn evrópusinnaður þó með slíkum fyrirvörum að varla er mark á takandi. Eins og þeir hafi viljað en ekki þorað að kasta sér á fullum þunga út í Evrópófljótið. En sögulegt engu að síður. Ekki síður merkilegt að þingfulltrúar virðast hafa viljað algjörlega nýja forystu. Formaðurinn nýgenginn í flokkinn en lofar góðu. Þetta ættu reyndar allir stjórnmálaflokkar að gera, að skipta út gamla slektinu og leyfa grasrótinni að velja fólk til að leiða flokkana. Hvað koma sjálfstæðismenn til með að gera á sínum landsfundi? Jú þeir mæra Haarde sem Íslands einu von og þakka honum fyrir vel unnin störf, fallast svo í faðma og grenja á öxlinni hvor á öðrum og segja ,,Við erum æðisleg, hvað ísland á gott að hafa okkur" En Sjálfstæðismenn þyrftu heldur betur að taka sér gamla samstarfsflokkinn til fyrirmyndar og henda núverandi forystu út í hafsauga og kjósa nýja grasrótarforystu. En það mun ekki gerast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.