Er ekki allt í lagi heima hjá ykkur?

Forsætisráðherra skrifar Bankastjórum Seðlabankans bréf og leggur til að þeir sjálfviljugir segi af sér störfum sínum. Það ríkir um það einhugur um allt samfélagið að Seðlabankastjórarnir þrír axli ábyrgð og víki úr embættum sínum. Fjölmargir sérfræðingar á sviði efnahagsmála hafa bent á að til að öðlast tiltrú markaðarins og fjárfesta þurfi umfram allt að skipta út yfirstjórn peningamála í landinu.

Halldór Blöndal formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Forseti Alþingis, hefur ekki séð sóma sinn í að axla ábyrgð á störfum sínum í bankanum og segja af sér.

Það er öllum ljóst hve hrapalega þeim hefur mistekist í einu og öllu og jarm þeirra og gjamm um annað trúir enginn nema kannski flokkshollustu sjálfstæðismenn.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2%. Verðbólga á Íslandi mældist í lok janúar 18,7%.

Og formaður stjórnar Seðlabankans segir það jaðra við einelti að forsætisráðherra vilji skipta út, úr sér gegnum, fordekruðum,vanhæfum karlfauskum sem hafa í 20 ár ekki þurft að hlusta á neitt annað en það sem kemur úr barkanum á þeim sjálfum.

Er ekki allt í lagi heima hjá ykkur?


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SB hefur beytt þeim úrræðum sem hann hefur til að slást við verðbólguna.  Meira getur hann einfaldlega ekki gert.

Varðandi Bankahrunið þá liggur það nú bara fyrir að Seðlabankastjórnarnir voru þeir einu sem vöruðu við þessari atburðarrás.  Davíð sagði ríkisstjórninni í sumar að það væru 0% líkur á að bankarnir lifðu kreppuna af.   Þeir höfðu ekki úrræði til að berjast við þetta, EN allar líkur eru á að ríkisstjórnin hafi amk eytt talsverðum tíma í neyðarlögin , þau voru ekki samin á einni nóttu.

ég er satt að segja hissa á að menn sjái ekki að þetta er ekkert annað en pólitískar ofsóknir enda hefur t.d. Davíð ekkert bortið af sér í starfi og hann hefur í hvívetna fylgt þeim lögum sem um seðlabankann gilda.  Hins vegar heitir hann Davíð og hann var formarður x-D og það er fyrst og fremst sú staðreynd sem ræður því að heilög jóhanna lætur hann fara.

Amk hefur engin bent á brotalöm í starfi.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband