Æ! Hvar eru völdin mín?

Ótrúlegt að heyra Sjálfstæðismenn væla um valdagræðgi annarra. Nú á sko að reka heiðvirða og réttláta pólitík úr Valhöll. Allt týnt upp á borðið og brennuvargarnir ætla svo sannarlega að reyna að ná í sér í prik og kannski einhver atkvæði líka og ekki búnir að viðra burt brunalyktina úr jakkafötunum. Nú verður öllum meðulum beitt. Samúð, vorkunn og hörku. Búið að rjúfa innsiglið að vistarverum skrímsladeildarinnar í Valhöll og senda út herboð.

Sjálfstæðismenn skilja ekkert í að nýir stjórnarherrar vilji skipta út Forseta Alþingis. Þar sitji fyrir ágætur forseti Sturla Böðvarsson. Sannkallaður Lómur, ef út í það er farið. Flokkshollur aðgerðarleysingi úr Valhöll.

Annars er mér nokk sama hver verður Forseti Alþingis næstu 80 daga. Það undrar mig sífellt meira að þeir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins með Geir Haarde í fararbroddi skuli nú á fyrstu dögum ársins svo umhugað um heiður og störf þingsins. Þeir voru nú lítið að hugsa um heiður Alþingis þegar þeir ráku þingmenn inn í alþingi um miðja nótt á ,,split of a second"  til að þingmenn gætu samþykkt óséð og ólesið neyðarfrumvarp Haarde til bjargar bönkunum. Sömu þingmenn Sjálfstæðismanna sem ekki heyrðist múkk í, hvorki úr ræðustól Alþingis né annarsstaðar um bankahrun né annað. Jú, Sigurður Kári frjálshyggjugrúppía reyndi hvað hann gat að koma Heineken í búðirnar. Það var hans innlegg í umræðuna um hrun bankanna.

En eru þetta virkilega málefnin sem skipta máli? Hver er Forseti Alþingis?

Nei, þjóðin hefur um annað hugsa en það. En sjálfhverfir þingmenn ættu að hugsa sinn gang. Það er greinilegt að frjálshyggjan þeirra hefur gert meiri skaða en aðeins að leggja efnahagskerfi heillar þjóðar í rúst. Hún hefur einnig brenglað huga þeirra sem áttu að setja leikreglurnar.

Því verðum við að breyta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband