Gengur Jón Ásgeir á öllum?

Þær eru óskiljanlegar ásakanir stjórnarformanns Baugs um að DO í Seðlabankanum hafi sett það sem skilyrði fyrir afsögn sinni þá verði eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi, Baugur, með starfssemi um víðan völl að hætta starfssemi og bankaleyfarnar að reka það í gjaldþrot. Ekki bara Landsbankaleyfarnar heldur líka Glitnisleifarnar líka. Og nú eru Bretar orðnir æfir yfir öllum þessum gjörningi og kólnar enn sambúðin við Breska ljónið. Fyrirgefið en það er eitthvað mikið að svona málflutningi. Er Jón Ásgeir að halda því fram að á síðustu dögum DO í embætti Seðlabankastjóra hafi ríkisstjórn og forsætisráðherra, skilanefnd Landsbankans og Glitnis ákveðið sem svo jú það er svo mikill akkur í því að losna við kallinnúr  Seðlabankanum að hann geti yfir höfuð sett svona kröfur og það í gegnum síma, því maðurinn er búin að vera erlendis eftir því sem fjölmiðlar segja okkur. Er Jón Ásgeir að halda því fram að það séu handahófsákvarðanir lánadrottna gegn Baugi sem urðu þess valdandi að fyrirtæki hans óskaði eftir greiðslustöðvun sem oftast nær er undanfari gjaldþrots. Ég verð að játa það hér og nú að ég hef lítið sem ekkert vit á svona starfssemi sem Jón Ásgeir hefur rekið og ég mætti ekki í sömu röð og hann né sama dag og Skaparinn úthlutaði viðskiptavitinu en eitt veit ég þó: Að ef maður skuldar einhverjum eitthvað þá verður maður óhjákvæmilega að borga skuldina einhvertíma. Það dugar mér ekki að slá sífellt fleiri lán og reyna að kaupa fleiri fyrirtæki út á krít. Á endanum gefst sá sem lánar upp á ástandinu og heimtar greiðslu ellegar gengur að veðum sínum. þannig gengur það fyrir sig hjá okkur pöplinum á landinu bláa.

Ég skal játa það skilmerkilega og blygðunarlaust að eitt sinn áleit ég DO frelsara flokks og lýðs á Íslandi og greiddi honum meira að segja atkvæði á landsfundi þegar hann var fyrst kjörin formaður. Fannst hann töff leiðtogi og skemmtilegur. En ég verð einnig að játa að eftir því sem árin liðu og hann eltist í starfi og ég eltist og kannski þroskaðist þá fór mesti ástarbríminn til DO að hverfa. Nú er hann horfin og ég finn aðeins til með honum. Hann var Keisari. Nú er hann á hraðri leið með að verða falinn stjarna og fölnuð og á endanum flestum gleymdum nema hörðustu aðdáendum.

Kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk.

Frá mínu forpokuðu og dómhörðu sjónarhorni og hvað sem völdum DO kann að vera þá held ég að Jón Ásgeir sé ekki að keyra á öllum þegar hann heldur því blákalt fram að allir aðrir en hann og hans hirð eigi sök á því hvernig málum er komið í fyrirtækjasúpu hans.

Það getur bara ekki gengið að kenna öðrum um ófarir en eigna sér einum alla velgegni.

En hvað veit ég?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband