Gjaldfallnir þingmenn!

Er ég einn um að finnast þingmenn gjaldfella sig svakalega með málfundartöktum á alþingi þessa dagana? Sjálfstæðismenn eru að reyna sanna sig í stjórnarandstöðu á meðan allur málflutningur VG er hófstilltari frá því sem áður var. Samt sem áður finnst mér algjörlega vanta á að alþingismenn vinni samhentum höndum að lausn þeirra brýnu mála sem liggja fyrir þinginu. Þar er rifist um öll smáatriði og eilíft verið að reyna ota sínum tota á meðan fólkið, kjósendur þessa sömu þingmanna er að missa vinnuna og skuldir heimilanna aukast. Vissulega sýnist manni að ríkisstjórn Jóhönnu sé eitthvað að vinna í málum og hvað þá. Sjálfstæðismenn rjúka upp og fara að karpa um höfundarrétt á frumvörpum ríkisstjórnarinnar.

Aumkunarverð framkoma. Af hverju eru þeir ekki fyrir löngu búnir að leggja fram tillögur að lausnum illa staddra heimila og fyrirtækja? Þeir hafa haft yfir hundrað daga til þess.

Ég ætla ennfremur að áskilja mér allan rétt til harkalegrar gagnrýni á alla núverandi þingmenn. Að mínu áliti bera þeir flestir ef ekki allir ábyrgð á því ástandi sem upp í er í þjóðfélaginu. Ef ekki beint, sem klappstýrur og braskarar í útrásinni þá ábyrgir fyrir liðleskjuhátt og aumingjaskap sem einkennt hafa þingstörf síðustu vikur.

Ég hef áður vakið athygli á þeirri staðreynd að þingmenn létu teyma sig um miðja nótt inn í þingsal að samþykkja neyðarlögin hans Geirs. Það gerðu þeir án þess svo mikið sem að lesa þau yfir eða gera einhverjar athugasemdir við þau. Og núna heyrast raddir um að neyðarlögin hafi verið og séu meingölluð.

Þá nótt gjaldfelldu þeir sig sem fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi. Allir með tölu.

Eins dagana á eftir þegar þeir sátu hjá í allri umræðu og fannst fátt merkilegra en að ræða vín í búðum. Þvílíkir fulltrúar þjóðarinnar!

Fyrir það set ég stórt spurningamerki við að það sé rétt að kjósa þá aftur.

En það er í þeirra höndum að afsanna það.

Er einhver dugur í þeim?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband