Má bjóða þér stöðumat?
6.2.2009 | 22:44
Bankarnir auglýsa nú hver um annan þveran hagnýt ráð fyrir viðskiptavini. Og hvað skildu þér helst bjóða upp á: Stöðumat og frítt heimilisbókaforrit. Frábært allt farið til helv....í peningamálum heimilanna og að stærstum hluta þeim að kenna og hvað? Boðið upp á stöðumat.
Stöðumat! Vita þessir bankamenn ekki stöðuna hjá 90% landsmanna.
Er ekki allt í lagi?
Færi ég að setjast niður með landasala og ræða við hann um skaðsemi áfengis? Nei.
Færi ég að setjast niður með þjófi til að ræða við hann um öryggismál heimilisins? Tæplega.
Hefur einhver áhuga á að ræða við starfsmenn bankadruslu, sem stendur á svo miklum brauðfótum. Gjaldþrota leifum af einhverju sem eitthvað var einu sinni og ræða við þá um mín fjármál til framtíðar? Ég svara fyrir mig. Nei takk.
Bankaleifarnar eiga að skammast sín til biðja viðskiptavini sína afsökunar á framferði sínu. Viðskiptavini sem þeir fengu í arf frá óráðsíubatteríunum.
Ég var aldrei spurður hvort ég vildi halda áfram að eiga viðskipti við Landsbankann. Ég sit uppi með hræið og þeir með mig og við í sameiningu þurfum hvorki stöðumat né nýtt forrit í tölvuna til að vita stöðuna. Hún er slæm og horfurnar verri.
Það eina sem mig vantar er alvöru banki sem vill gera eitthvað af viti fyrir mig og aðra sem trúðu þessum útrásargaurum.
Og héldum að allt yrði alltaf gott á landinu bláa.
Ég vona að sem flestir hlægi að þessum mátlausu, tilgerðarlegu tilburðum í dauðvona hræi og fari frekar og votti starfsmönnum þessarar skúffufyrirtækja samúð sína fyrir að þurfa taka þátt í svona fíflalátum.
Almennir starfsmenn bankaleifanna eiga allt gott skilið og miklu meira en það að taka þátt í svona bulli.
Stöðumat!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.