Samúðin með Davíð!

Öll eigum við að hafa mikla samúð með Davíð Oddsyni og hinum bankastjórunum. En þó sérstaklega Davíð Oddsyni, þessum fyrrum sjálfkrýnda keisara Sjálfstæðisflokksins og hæst ráðenda til sjós og lands. Það hlýtur að vera ægileg tilfinning fyrir hann að það eigi að bola honum út úr djobbinu sem hann réð sig í sjálfur...ehh, fékk arftaka sinn reyndar til að skrifa undir svo þetta væri nú allt saman eftir bókinni.

Davíð sem óskeikull leiddi þjóð sína allt til ársins 2005 og kom vissulega ýmsu góðu til leiðar. En hann er formaður bankastjórnar í Seðlabanka sem hefur brugðist bogalistinn við peningamálastjórn ríkisins og á því að víkja.

En þessi gamli baráttuhundundur ætlar ekki að fara möglunarlaust.

Býst hann við að samúðarbylgja fari um þjóðfélagið og hann verði grátbeðin um að halda áfram. Heldur hann að fylgið hrannist að Sjálfstæðisflokknum. Hann heldur kannski að hann sé ómissandi. Það sé enginn annar betur fær í djobbið.

Heldur hann kannski að fólkið fyrir utan Seðlabankann sé til að hvetja hann til frekari dáða í bankanum? Kannski!

En því er samúðin með honum. Að leika sig sem einhvern píslarvott. Honum var gefið tækifæri til að segja af sér  en hann þáði það ekki. Nú verður starfið hans lagt niður.

En það fer fyrir honum eins og svo mörgum öðrum ósmissandi mönnum. Hann fer!

Mjög fljótlega.

En í guðanna bænum ekki missa okkur í ofbeldi út af þessum máli. Umfram allt friðsöm mótmæli.


mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Því miður rekur Samfylkingin eintöm klámhögg.  Furðulegt að þeir hafi ekki getað klárað bréfið til bánkastjórnanna skammlaust.  Skyldi Árni Páll hafa boðið sig fram til verksins? 

Hreinsanir, hreinsanir!  Jafnvel orðalagið er með ólíkindum klaufalegt og kemur upp um það sem býr að baki. 

Smjerjarmur, 9.2.2009 kl. 09:01

2 identicon

Aum er sú ríkistjórn sem engu öðru hefur komið í verk en að reyna að bola Davíð frá völdum út af persónulegu hatri nokkurra andstæðinga hans í pólitík.

Það sér hver meðalgreindur mannapi að þetta eru ekkert annað en pólitískar ofsóknir gegn Davíð.

Ég hélt að eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar hefði verið að bjarga heimilunum frá gjaldþroti og að koma hjólum atvinnulífsins í gang?  En þar sem að t.d. VG skilja ekki hugtakið "atvinnulíf" er ekki nema von að ekkert af viti komi frá stjórn heilagrar Jóhönnu.

Í staðinn ætlar ríkistjórnin að eyða dýrmætum kröftum og tíma sínum til að koma einum manni frá, Davíð Oddsyni.  Er það virkilega svona mikilvægt að hægt sé að fórna bæði heimilum sem eru á leiðinni í þrot, og atvinnulífi sem er að stöðvast, fyrir það eitt að bola einum manni frá af einskæru pólitísku hatri og ofsóknum og beita til þess fótgönguliði sínu, hinum svokölluðu mótmælendum?

Ja aum er sú ríkistjórn, og eftimæli þessarar ríkisstjórnar Jóhönnu verða rýr í roðinu.

Jóhann Sigurðarson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:22

3 identicon

Ég hoppaði inn á bloggið hjá þessum Smerjarmur og sjá, hann bloggar og bloggar hverja vitleysuna á fætur annari og enginn svarar honum, he, he, he. Það þarf ekki nokkur maður að vera hissa á því !

Stefán (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:23

4 identicon

Mér sýnist ríkisstjórnin hafa gert margt í síðustu viku, unnið á breytingu á stjórn seðlabankans til að auka traust til þessarar mikilvægu stofnunar.

Tekið til í stjórn LÍN sem námsmenn hafa lengi verið ósáttir við og auk þess þorað að hafa skoðanir á t.d. hvalveiðum og frammhaldi tónlistarhússins.  Auðvitað er það markmið ríkisstjórnarinnar að hjálpa heimilinum og það að taka til í seðlabankanum skapar traust erlendra fjárfesta m.a. sem við þurfum á að halda. Jóhann: Að bjarga heimilunum tekur langan tíma, sjáðu t.d. hvar Bandaríkjamenn eru staddir? Kreppan dýpkar aðeins hjá þeim þótt að vandamálið hafi komið upp hjá þeim fyrir löngu síðan.

Þess skal getið að ég hef aldrei komið nálægt flokkstarfi vinstri grænna eða samfylkingarinnar og hef auk þess aldrei kosið vinstri græna en Davíð vil ég burt og mun því reyna að mæta aftur niður í seðlabanka í dag.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir eru víða jarmarnir sem nú reyna að verja sinn mann.  Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórnmálaafl heldur trúarbrögð og átrúnaðargoðið og skelfirinn í leiðinni heitir Davíð Oddsson.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2009 kl. 10:25

6 identicon

Engin ríkisstjórn, sama hversu góð, getur bara sí svona bolað burt kreppunni sem Sjálfstæðisflokkurinn kom okkur í, það á eftir að taka tíma, blóð, svita og tár.

 -

En það sem góð ríkisstjórn getur gert er að sjá til þess að þeir sem græddu á góðærinu með því að steypa þjóðinni í skuldaklafa sem sér ekki fyrir endann á, fái ekki að græða á kreppunni líka. Góð ríkisstjórn getur séð til þess að dreifing gæða verði jöfn/jafnari, og að við fáum öll að hafa það skítsæmilegt, í stað þess að sumir hafi það viðbjóðslega gott á meðan aðrir svelta heilu hungri og/eða frjósa úti!

 -

Það er þetta sem það snýst um, hvort við ætlum að lifa til að moka flórinn í sauðahúsi auðmanna og valdstjórnarinnar, eða hvort við ætlum að lifa til að byggja gott samfélag sem virðir mannslíf ofar efnislegum gæðum og eignum örfárra einstaklinga!

Það verða þeir sem ENN ætla að kjósa yfir sig spillingarfasistana í sjálfstæðisflokknum að fara að átta sig á! Frelsi í skilningi nýfrjálshyggjunnar þýðir ekki frelsi fyrir alla, heldur þýðir það frelsi nokkurra til að níðast á öllum hinum um allan aldur!!

Gunnar L. (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 11:16

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Spurning?? Eru allir sjáfstæðismenn Blindir? Kvað er þessi flokkafíklar að gera reyna að draga Island enþá meira í Drulluna.Skil þetta ekki,heilinn er algjörlega lokaðureingin rökleg hugsunn bara flokksklíka.Sorglegt.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband