Bull og rugl!
17.4.2009 | 15:05
Ég er orðin svo gáttaður á framferði stjórnmálaafla sem geta leyft sér að vera með sömu gömlu besservisser taktana. Allt gott í íslensku samfélagi er að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokknum að þakka á meðan allt hið illa komið frá VG og Samfyllkingu.
Sjáið ekki hvað aðferðum íhaldið er að beita? Gömlu smjörklípunni. Hefja sókn þegar að varnaleikurinn var farin að herða að hálsi skrímslisins í Valhöll. Umræðan var orðin óþægileg um meintar mútugreislur og óeðlilega styrkji stórfyrirtækja og þá ryðjast þeir út á vígvöllinn og jarma um helst allt til að halda nú örugglega óbilgjörnum og óvilhöllum leiðinda fjölmiðlum uppteknum við annað.
Ég hef sagt það og segi það enn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar lausnir handa venjulegu fólki í þessu landi. Og ég er að komast á þá skoðun að enginn af núverandi stjórnmálaflokkum sem fólk á á þingi verðskuldi mitt atkvæði.
Bullið og ruglið í þessu liði er orðið þvílíkt að þetta er farið að minna á farsa.
Lélegan farsa!
Harðar deilur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kristján
Kæmi mér ekkert á óvart þótt gömlu jálkarnir Ólafur Thors og Bjarni Ben senior snerust eins og vindmyllur í gröfum sínum. Stuttbuxnaliðið, arftakarnir upp að eyrum í skít og virðist líka það vel, og fylgið hrynur af flokknum sem aldrei fyrr og komið niður undir meðalgreind flokksmanna (hún er lægri ef gæludýr eru ekki talin með). Þetta er yndislegt líf.
Róbert Tómasson, 17.4.2009 kl. 15:19
Brennuvargar geta aldrei komið með lausnir. Þeir kveikja bara í aftur og aftur.
Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 15:43
Já, Stjáni minn, við erum sammála að Fuglaflokkurinn hafi engar lausnir fyrir okkur venjulegu flónin (fólkið) enda er þetta flokkur sérhagsmuna og bókstafstrúar.
Og ég tek undir með Róberti hér að ofan; þetta er yndislegt líf
Bragi Einarsson, 19.4.2009 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.