Gömludansaakademían kennir nú skrykkdans!
24.4.2009 | 22:41
Var að horfa á formenn stjórnmálaflokkana í sjónvarpinu og verður að segjast eins og er að fátt nýtt kom fram. Átti reyndar ekki von á því.
Gamla fjórflokkakerfið greinilega alveg í blússandi sveiflu.
Er farið að minna mig á gömludansakennara sem reynir að sinna kalli breytinganna og fer allt í einu að kenna skrykkdans.
Fannst talsmaður Borgarahreyfingannar eiga frasa kvöldssins þegar hann minnti stjórnmálaleiðtogana af hverju væri eiginlega kosið. Nefnilega vegna efnahagshrunsins.
Það er eins gott að gleyma því ekki að það er nákvæmlega enginn gleði í þessum kosningum. Enginn. það eru harmleikir að gerast allt í kringum okkur. Fjölskyldur að fara á hausinn. Fyrirtæki að fara á hausinn. Og ekki bara af tæknilegum ástæðum.
Enda hefur enginn pólítíkus verið að kyssa og kjamsa kjósendur enda varla staðið þeim til boða.
Eitt er víst að ég á eftir að gera upp við mig hvað ég kýs.
Tel mig hafa þrjá kosti. Ekki alla jafn góða en ég veit það í þetta skipti verður atkvæði mínu ekki eytt á þá sem ekki eiga það skilið.
Það eitt er ljóst á þessari stundu.
Samfylkingin enn stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Athyglisvert að skoða ummæli Steingríms er að talar um skýslu sem hann hafi ekki lesið en virðist samt geta hafnað innihaldi hennar?????
Petur Asbjornsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:54
Heldur Steingrímur virkilega að við trúum því að hann hafi ekki frekar en Jóhanna lesið skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld og var tílbúin til umfjöllunar fyrir 10 dögum. Halda Steingrímur og Jóhanna að við séum vitlaus, að við fylgjumst ekki með. Skýrslan var gerð fyrir ríkisstjórnina og ef Framsóknarmaðurinn veit hvað er í henni, sem ekki var í ríkisstjórninni, Þá hljóta þau sem eru við völd að hafa séð hvað er í þessarri skýrslu. Er eithvað í skýrslunni sem þau vilja ekki að komi fram?
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.