Er Alþingi óstarfhæft?

Alveg erum við íslendingar stórkostleg þjóð. Þegar neyðin er stærst þá rífumst við hæst.

Ég hef fylgst ángdofa með umræðum frá Alþingi síðustu daga í gegnum fjölmiðla og verð að segja það er orðið undartekning ef eitthvað af viti kemur frá löggjafarsamkomunni. Endalaust karp og riflildi. Frammíköll og almennt stjórnleysi. Það er rifist um allan fjárann frá eignahaldi á frumvörpum til starfa ríkisstjórnarinnar. Eðlilega og eðli málsins samkvæmt eiga stjórn og stjórnarandstæða ekki alltaf samleið en nú er nóg komið.

Það liggur við að alþingi ætti að senda sig heim og neyðarstjórn verði sett á sem stjórnar með tilskipunum fram yfir kosningar. Alþingi er hvort eð er stjórnlaust og kemur engu í verk.

Meirihluti þingmanna virðast álíta að þeir séu að vinna ómissandi störf og hyggjast bjóða sig fram á nýjan leik.

Ætlast þeir til að þjóðin kjósi þá til svona starfa?

Svari nú hver fyrir sig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er góð spurning. Með núgildandi kosningareglum þá hafa kjósendur takmarkað um það að sega. Hluti þingmann hverju sinni er nefnilega sjálfkjörinn, var valinn að flokksvélinni með einhverskonar prófkjöri, forvali eða uppstillingu fyrir kosningar. Veljir þú lista sem hefur dágott fylgi þá er þetta svona því miður.

Það er alveg ljóst að til að tryggja hér aukið lýðræði í framtíðinni, verðum við að endurskoða grunnreglur samfélagsins, stjórnarskrána og kosningareglurnar. Til að verkið verði faglega unnið í anda þjóðarinnar efnum við til Stjórnlagaþings sem hefur þeð eina markmið að framkvæmaþessa endurskoðun.

Til að árétta það ég benda á www.nyttlydveldi.is  þar er hægt að skrifa undir Áskorun til stjórnvalda um málið. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband